24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Hveragerði og Fljótsdalshérað mætast í átta liða úrslitum.
Í garðinum með Gurrý sýnir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin og fer í áhugaverðar heimsóknir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Heimsókn í garð Péturs Reynissonar og Áslaugar Einarsdóttur í Hveragerði og sérstakar hleðslur við húsið skoðaðar. Hollráð.
Ferðaþættir þar sem leikarinn Örn Árnason bregður sér í hlutverk leiðsögumanns og ferðast um áhugaverða staði við þjóðveginn eða örskammt frá. Frikki Frikk, tökumaður og ljósmyndari, er fylgdarsveinn Arnar í þessum ferðum og saman sýna þeir fram á að stundum er óþarfi að leita langt yfir skammt. Léttir þættir þar sem fjallað er um náttúru, sögu og menningu.
Í þættinum förum við um Rauðhóla og Rauðavatn og ræðum um tröllabörn og drauga í brekku. Einnig skoðum við hverasvæðið við skíðaskálann.
Sannsögulegir þættir um sænska fjarskipta- og fjölmiðlakónginn Jan Stenbeck. Hann tók við fjölskyldufyrirtækinu af föður sínum við lok áttunda áratugarins og átti stóran þátt í að breyta Svíþjóð úr hefðbundnu iðnaðarsamfélagi í hátækniríki. Á sama tíma og hann átti velgengni að fagna í viðskiptalífinu einkenndist fjölskyldulíf hans af átökum og erjum. Aðalhlutverk: Jakob Oftebro, Zoe Boyle, Iréne Lindh og Malin Crépin.

Breskir heimildarþættir frá 2023 um gullaldartíma tennisins þegar tennisgoðsagnirnar Ashe, McEnroe, Borg, King, Navratilova og Evert réðu ríkjum.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick snýr aftur í annarri þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Brannick telur morð á spilltum endurskoðanda tengjast dularfullum leigumorðingja úr fortíðinni sem aldrei náðist. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Dóttir Edda strútapabba fer í balletham og krákubarnið tekur snúning með henni. Eddi er dauðhræddur um að krákan snúist of hratt og sleppi dóttur hans, með þeim afleiðingum að hún slasi sig! Hann verður að stoppa dansinn og það strax.