
Úrslit á HM í frjálsíþróttum í Japan.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Uppsögn Jimmy Kimmel felur í sér skýr skilaboð að mati Bergs Ebba, rithöfundar og fyrirlesara. Hann rýndi í þýðingu ákvörðunarinnar fyrir fjölmiðla og afþreyingariðnað. Biggest Loser Ísland var geysivinsæl þáttasería en nýverið gafst tilefni til að rifja hana upp þegar Netflix sýndi heimildaþætti um amerísku útgáfuna. Töframaðurinn Lárus Blöndal gaf út bók fyrr á þessu ári og sýnir nú með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann segist með þessum hætti sýna fram á að allt sé mögulegt, þrátt fyrir námsörðugleika og hindranir.

Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.

Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda í vinsælasta sjónvarpsþætti á Íslandi. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Heimildarmynd um vísindin sem liggja að baki þáttunum Saga Svíþjóðar. Rætt er við vísindamenn og sérfræðinga sem útskýra hvernig hægt er að komast að því hvernig lifnaðarhættir og útlit fólks var fyrir hundruðum, og jafnvel þúsundum, ára.
Heimildarmynd frá 2021 um stórbrotna náttúru Breiðamerkursands. Sérstaða sandsins felst í samspili jökulsins, vatnsins og landsins þar fyrir framan. Þar að auki er fjallað um þau áhrif sem hnattrænar loftslagsbreytingar hafa haft. Leikstjóri: Gunnlaugur Þór Pálsson. Handrit: Gunnlaugur Þór Pálsson og Þorvarður Árnason.


Ofurhetjur þurfa líka að setjast á skólabekk. Þessir óvenjulegu fyrstu bekkingar vekja mikla kátínu í þessum norsku ofurhetjuþáttum.

Finnlands-sænskir þættir þar sem krakkar segja frá áhugamálum sínum.

Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Fjögur ungmenni finna sérkennilegan hlut grafinn í Silfruskógi.
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Krakkarnir læra að elda spænska tortillu.
Breskir gamanþættir frá 2022 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Breskir gamanþættir frá 2023 byggðir á minningum grínistans Alans Carrs um uppvaxtarárin í Northampton á níunda áratugnum. Aðalhlutverk: Alan Carr, Oliver Savell og Shaun Dooley.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.
Breskir glæpaþættir frá 2022 um skosku rannsóknarlögreglukonuna Karen Pirie. Í kjölfar stöðuhækkunar innan skosku lögreglunnar hefur hún rannsókn á gömlu, óleystu morðmáli og kemur auga á ýmsa vankanta í upphaflegu rannsókninni. Aðalhlutverk: Lauren Lyle, Chris Jenks og Emer Kenny. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Sannsöguleg kvikmynd frá 2021 um sænsku fótboltahetjuna Zlatan Ibrahimovic. Zlatan átti erfiða æsku og leitaði huggunar í fótbolta. Fljótlega uppgötvaði hann ótrúlega hæfileika sína í íþróttinni og með sjálfstraustið og færnina að vopni uppfyllti hann draum sinn um atvinnumennsku. Aðalhlutverk: Granit Rushiti, Dominic Andersson Bajraktati og Cedomir Glisovic. Leikstjóri: Jens Sjögren.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.