23:30
Ég heiti Zlatan
Jag är Zlatan

Sannsöguleg kvikmynd frá 2021 um sænsku fótboltahetjuna Zlatan Ibrahimovic. Zlatan átti erfiða æsku og leitaði huggunar í fótbolta. Fljótlega uppgötvaði hann ótrúlega hæfileika sína í íþróttinni og með sjálfstraustið og færnina að vopni uppfyllti hann draum sinn um atvinnumennsku. Aðalhlutverk: Granit Rushiti, Dominic Andersson Bajraktati og Cedomir Glisovic. Leikstjóri: Jens Sjögren.
Er aðgengilegt til 18. desember 2025.
Lengd: 1 klst. 37 mín.
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
e