24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Ferðaþættir í umsjá útivistarhjónanna Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall þar sem þau ferðast með fólki um ósnortna náttúru Íslands.
Hér er gengið á og klöngrast um sjö hæstu tindana á Kili með háfjallahöfðingjanum Þorvaldi Þórssyni sem fyrstur Íslendinga kortlagði og gekk á 100 hæstu fjöll Íslands. Gengið er á ferðaskíðum, fjallaskíðum og gönguskóm á mörg af fegurstu fjöllum landsins. Í síðari hluta þáttarins er haldið með Ölmu Möller og Víði Reynissyni í kajakróður á Hvalfirði á söguslóðir Svarta dauða.
Í garðinum með Gurrý sýnir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin og fer í áhugaverðar heimsóknir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Heimsókn í garð Jóhönnu B. Magnúsdóttur í Mosfellsbæ. Sumarblómum plantað í ker.
Þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal. Umsjónamaður er Guðni Kolbeinsson og dagskrárgerð annaðist Björn Emilsson.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að spila frisbí með krökkunum. Þegar frisbídiskurinn festist á þakinu þá eru góð ráð dýr. Strákurinn hans vill nota kengúrustöngina til að hoppa nógu hátt til að ná efst á þakið, en Edda lýst alls ekki vel á það!
Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.
Önnur þáttaröð þessara þýsku leiknu þátta hefst á árinu 1932. Harry snýr aftur til Berlínar frá Bandaríkjunum og þau Vicky fá tækifæri til að taka upp þráðinn að nýju. Á sama tíma byrjar nasisminn að láta á sér kræla. Aðalhlutverk: Naemi Florez, Ludwig Simon og Alexander Scheer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick snýr aftur í annarri þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Brannick telur morð á spilltum endurskoðanda tengjast dularfullum leigumorðingja úr fortíðinni sem aldrei náðist. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.