
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í fyrsta þætti vetrarins 2012-2013 keppa lið Ísafjarðarbæjar og Árborgar.
Lið Ísafjarðarbæjar skipa Jóhann Sigurjónsson læknir, Sunna Dís Másdóttir blaðamaður og bóksali og Pétur Magnússon smiður.
Lið Árborgar skipa Már Ingólfur Másson kennari, Ólafur Ingvi Ólason nemi og Guðrún Halla Jónsdóttir forstöðumaður á sambýli í Reykjavík.
Íslensk heimildarþáttaröð í fimm þáttum um skipulag og uppbyggingu fimm bæja vítt og breitt um landið. Bæirnir Ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar og Hafnarfjörður eru heimsóttir og stiklað á stóru um sögu þeirra. Umsjón: Egill Helgason og Pétur Ármannsson. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Orðbragð er skemmtiþáttur þar sem Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir snúa upp á íslenska tungumálið, teygja það, toga og umfaðma, knúsa og blása í það lífi. Umsjónarmenn eru Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Hvers vegna má ekki heita Bókahilla eða Tómatur? Íslensk mannanöfn verða í öndvegi í þessum þætti, bönnuð nöfn, vinsælustu nöfnin og tíska í nafngiftum. Það er heilmikið mál að talsetja heila bíómynd - Ólafur Darri sýnir okkur galdurinn að baki rödd Sölla í Skrímslaháskólanum. Kröftugt slangur er skemmtilegt heilbrigðismerki á málinu, við kíkjum á snjallt gamalt og nýtt slangur. Við spyrjum um réttlætið í því að sum dýraheiti verða mannanöfn en önnur ekki - það má til dæmis heita Björn en ekki Selur. Og svo eru það tíu undarlegustu heitin á hárgreiðslustofum.


Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir. Að þessu sinni fræðumst við um mannslíkamann.

Í tilraunastofunni hjá Lísu gerist ýmislegt áhugavert. Ungir krakkar koma í heimsókn og hanna sínar eigin uppfinningar með henni og gera trylltar tilraunir.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Eybjört og Þórunn verða að segja okkur aðeins frá fjölskyldunni sinni áður en þær byrja að leysa þraut dagsins. Af hverju? Þið verðið bara að kíkja á þáttinn.
Gleðiverkfæri Gleðiskruddunnar eru þættir sem byggjast á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Í hverjum þætti er eitt gleðiverkfæri kynnt sem hefur þann tilgang að efla sjálfsþekkingu, jákvæðar tilfinningar, auka vellíðan, bjartsýni og von og um leið aðstoða börn og ungmenni að takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs.
Verkefni tengd þættinum má finna á glediskruddan.is
Umsjón: Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir.
Hvað eru gleðiverkfæri og hvernig nýtum við þau? Í þessum þætti eru gleðiverkfærin kynnt til sögunnar og æfingin þrír góðir hlutir sem þjálfar okkur í að veita því góða athygli.
Fram koma: Auðunn Hlíðkvist Bjarnason, Freyja Lillý Axelsen Daníelsdóttir, Glódís Káradóttir og Vignir Óli Ýmisson.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.
Heimildarþáttaröð um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, upphafsár þess og sögu, sigra og ósigra. Liðið er eitt þeirra fremstu í heiminum og stjörnur þess með þekktustu íþróttamönnum þjóðarinnar. En leið kvennalandsliðsins á þann stað sem það er á í dag var allt annað en greið.
Árið 1981 ákveður KSÍ að stofna kvennalandslið í knattspyrnu og stelpunar leika fyrsta landsleikinn við Skotland. Meðbyrinn er lítill og gagnrýnin er hávær – en baráttan er hafin.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leik í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Svíþjóðar og Englands í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum, Janusi Braga Jakobssyni, og eldar fyrir hann. Að þessu sinni fara þeir félagar um Austurland þar sem Kristinn þykist vera á heimavelli því faðir hans er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Janus er aftur á móti nánast eins og algjör túristi. Þeir hitta alls kyns fólk og lenda í ýmsu skakkaföllum en alltaf lenda þeir á fótunum og fá sér í gogginn.
Kristinn og Janus fara til Eskifjarðar, á æskuslóðir föður Kristins. Þeir fabúlera um bæjarfélagið og nærliggjandi staði eins og þeim einum er lagið. Loks flýja þeir veðráttuna inn í lítið bátaskýli og elda sér það dýrindishádegisverð.
Frönsk leikin þáttaröð um hina sautján ára gömlu Victoire sem er send gegn vilja sínum í skóla fyrir nemendur með fötlun. Með tímanum kynnist hún samfélaginu í skólanum og myndar vináttutengsl sem fá hana til að horfast í augu við eigin fordóma. Aðalhlutverk: Chine Thybaud, Stéphane De Groodt og Valérie Karsenti.
Sannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 um leitina að raðmorðingjanum sem kallaður er kviðristan frá Yorkshire. Sögur fórnarlamba hans og vinnubrögð lögreglunnar eru í forgrunni. Yfir þúsund lögregluþjónar tóku þátt í leitinni sem stóð yfir frá 1975 til 1981 og varð rannsóknin til þess að breska lögreglan breytti verklagi sínu til frambúðar. Aðalhlutverk: Jack Deam, Kris Hitchen og Lee Ingleby. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Sænskur heimildarþáttur frá 2023. Konur á fertugsaldri ræða um lífið og tilveruna og þá samfélagslegu pressu sem þær finna fyrir.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leik í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Svíþjóðar og Englands í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leik í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.