
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi verður dauðhræddur þegar eitt barna hans ákveður að gera nokkuð stórkostlegt til að skemmta fjölskyldunni, eins og að labba á loftfimleika-línu þar sem fallið getur verið ansi hátt.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Við kynnumst hinni ævafornu veru Loft sem hefur fengið að lifa óáreitt í milljónir ára þangað til jarðormar skemma allt. Loft tapar klútnum sínum og þar með uppsprettu galdrarmáttar þess.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.

Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Í þessum þætti rannsakar Ævar líkamann. Við skoðum múmíur og hvernig hlutir eru aldursgreindir, vísindamaður þáttarins er Louis Pasteur, við veltum því fyrir okkur hvers vegna við þurfum að sofa og svo sýnir Adam úr Sprengjugengi HÍ hvernig maður notar vísindin til að rannsaka glæpi.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur eru þau Edda Hermannsdóttir, Björk Eiðsdóttir, Hrannar Pétursson og Guðmundur Gunnarsson.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Hjálmar Örn Jóhannsson, Ragnar Ísleifur Bragason og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Berglind Festival heldur áfram að kynna fyrir okkur sjö undur Íslands.
Hljómsveitin Spacestation opnar þáttinn á upphafsstefinu Skokk og loka síðan þættinum með lagi sínu Loftið.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Í þessum þætti fíla Snorri Helgason og Bergur Ebbi lagið Sumarið er tíminn með hljómsveitinni GCD sem kom út á plötunni Svefnvana árið 1993. Við sögu koma kögur-leðurjakkar, tikkandi Essó-fánastangir, stafsetningin á gælunafni Rúnars Júlíussonar, heiti lækurinn í Nauthólsvík og margt fleira.
Íslensk heimildarmynd þar sem við kynnumst átta íslenskum konum á ólíkum aldri sem eiga það sameiginlegt að glíma við sjúkdóminn endómetríósu. Endómetríósa er krónískur bólgu- og verkjasjúkdómur sem hefur áhrif á milljónir kvenna um allan heim. Í myndinni segja konurnar frá líkamlegum, tilfinningalegum og félagslegum áskorunum sem þær standa frammi fyrir vegna þessa flókna og óvægna sjúkdóms. Leikstjórn: Þóra Karítas Árnadóttir. Framleiðsla: Silfra Productions og Endó-samtökin.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Ingunn Ásdísardóttir er gestur í Kilju vikunnar. Hún ræðir um bók sína sem nefnist Jötnar hundvísir og fékk Fjöruverðlaunin nýskeð. Þetta er afar forvitnileg rannsókn á hlutverki jötna í norrænni goðafræði. Shaun Bythell rekur fornbókaverslun í smábæ á Skotlandi og hefur skrifað um það bækur sem hafa komið út á íslensku. Hann ræðir við okkur um bækurnar og bóksöluna og má teljast afar skemmtilegur en nokkuð kaldhæðinn viðmælandi. Almanak Þjóðvinafélagsins hefur komið út allar götur síðan 1874 og gerir enn - við fræðumst um útgáfuna hjá Arnóri Gunnari Gunnarssyni ritstjóra. Ljóðskáldið Ragnheiður Lárusdóttir segir frá bók sinni Veður í æðum, þar fjallar hún meðal annars um eiturfíkn dóttur sinnar. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur skoðar uppáhaldsbækur sínar með okkur. Gagnýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Í sama strauminn: Stríð Pútíns gegn konum eftir Sofi Oksanen, Leiðin í hundana eftir Erich Kästner og Óli K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur.

Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.

Umfjallanir um leiki í undankeppni EM karla í handbolta 2026.
Upphitun fyrir leik Íslands og Grikklands í undankeppni EM karla í handbolta.

Beinar útsendingar frá leikjum í undankeppni EM karla í handbolta.
Leikur Íslands og Grikklands í undankeppni EM karla í handbolta.

Umfjallanir um leiki í undankeppni EM karla í handbolta 2026.
Uppgjör á leik Íslands og Grikklands í undankeppni EM karla í handbolta.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. Möðruvellir í Hörgárdal er sögufrægur staður. Þar var áður klaustur og skóli og þar felldi Skáld-Rósa hug til Páls Melsteð og orti til hans Vísur Vatnsenda Rósu sem flestir þekkja. Bjarni Thorarensen skáld var amtmaður á Möðruvöllum. Hann er talinn fyrsti íslenski rómantíkerinn, en þótti hinsvegar vera leiðinlegur embættismaður. Egill rifjar upp ljóð hans Þú nafnkunna landið og söguna af því þegar Bóluhjálmar var leiddur fyrir hann vegna þjófnaðarmáls. Þeir eiga þá að hafa drukkið saman eitt kvöld, en finna má lýsingar af þeim fundi í sagnaþættinum Feigur Fallandason eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing.
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti heimsækja Erlen og Lúkas Húsdýragarðinn og kynnast selunum, hreindýrunum og refunum. Í Tilfinningalífi velta Sölvi og Júlía því fyrir sér hvers vegna við verðum stundum reið og hvernig hægt er að stjórna reiðinni. Í Jörðinni fjalla Baldur og Linda um allt plastið sem er til í heiminum.

Stuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Persónur og leikendur:
Kristín: Bryndís Pálmadóttir
Hildur: Hjördís Kristjánsdóttir
Matráður: Gaukur Grétarsson GKR
Kennari: Baldur Kristjánsson

Stuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Viðtal við handritshöfund myndarinnar Ekki sjálfa þig, Birnu Guðlaugsdóttur.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir æfa og flytja lagið „Inní mér syngur vitleysingur“ með Sigur Rós, ásamt því að fjalla um frægar íslenskar hljómsveitir í útlöndum. Þá kynnumst við honum Hilmi Þór gítarleikara betur og hann segir okkur meðal annars frá hinni hljómsveitinni sinni. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Saxófón leikari: Birkir Blær Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Breskar spennumyndir fyrir alla fjölskylduna um ævintýri fjögurra krakka og hundsins þeirra. Myndirnar eru lauslega byggðar á Fimm-bókunum eftir rithöfundinn Enid Blyton. Aðalhlutverk: Diaana Babnicova, Kit Rakusen, Flora Jacoby Richardson og Elliott Rose.
Georg og frændsystkini hennar hitta töframann úr sirkus og í kjölfarið dragast þau inn í leit að dularfullum grip sem má ekki lenda í röngum höndum. Leikstjóri: Bill Eagles.

Rómantísk gamanmynd frá 2017 með Reese Witherspoon í aðalhlutverki. Líf nýlega fráskilinnar móður í Los Angeles tekur óvæntum breytingum þegar hún leyfir þremur ungum mönnum að flytja inn til sín. Leikstjóri: Hallie Meyers-Shyer. Meðal leikenda eru Michael Sheen og Candice Bergen.

Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við morðgátur í ensku þorpi. Meðal leikenda eru Neil Dudgeon og Nick Hendrix. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsögulegir breskir sakamálaþættir frá 2021. Þrettán árum eftir morðið á hinum átján ára Stephen Lawrence berjast foreldrar hans enn fyrir réttlæti honum til handa. Rannsóknarlögreglumaðurinn Clive Driscoll er sannfærður um að hægt sé að leysa málið þrátt fyrir andstöðu innan lögreglunnar. Aðalhlutverk: Sharlene Whyte, Steve Coogan og Hugh Quarshie. Leikstjóri: Alrick Riley. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.