Góð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
Styrktaræfingar fyrir handleggi. Sitjandi æfingar. Gott að hafa létt lóð eða vatnsflösku við hendina.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í seinni undanúrslitum mætast lið Reykjavíkur og Seltjarnarness.
Lið Reykjavíkur skipa Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ og Vera Illugadóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu.
Lið Seltjarnarness skipa Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Saga Ómarsdóttir sem vinnur hjá Icelandair og Karl Pétur Jónsson framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi.

Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda í vinsælasta sjónvarpsþætti á Íslandi. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Ritstjórn og dagskrárgerð: Ragnhildur Þrastardóttir, Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Starfsmaður leikskólans Múlaborgar hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku, en það var ekki fyrsta rauða flaggið. Meira en ári áður tilkynnti móðir annarrar stúlku á leikskólanum grunsemdir um að dóttir hennar hefði verið misnotuð kynferðislega. Henni finnst allt kerfið hafa brugðist.
Fjölmörg önnur brot voru kærð til lögreglu og foreldrar sem hafa grunsemdir um brot sitja eftir án svara. Mál barna þeirra hafa verið felld niður.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Hinn heimsfrægi rithöfundur George R.R. Martin er í skemmtilegu viðtali í Kilju vikunnar. Hann er höfundur hins mikla bókaflokks A Song of Ice and Fire sem varð að sjónvarpsþáttunum Game of Thrones með sínu óhamda ímyndunarafli og stórkostlegu persónum. Við heimsækjum Bergsvein Birgisson norður á Strandir þar sem hann býr. Hann reisti sér hlöðu og skrifar um það í bók sem nefnist einfaldlega Hlaðan. Meðfram velti hann fyrir sér stórum spurningum um mennsku og gervigreind. Spennusagnahöfundurinn Lilja Sigurðardóttir segir okkur frá nýrri bók sinni, framtíðartrylli sem kallast Alfa. Við hittum Sigrúnu Eldjárn við torfbæ í tilefni þess að hún hefur sett saman barnabókina Torf, grjót og burnirót. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Huldukonuna eftir Fríðu Ísberg, Allt sem við hefðum getað orðið eftir Sif Sigmarsdóttur og Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson.

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland sumarið 2011 ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt að keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást nú loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.
Fyrsta stopp Andra og Tómasar er við bændalaugina í Mjóafirði þar sem þeir þvo af sér syndir sveitaballsins. Eftir það er rúllað alla leið inn á Ísafjörð í rakstur til Villa Valla, heimsókn til Hr. Hammond og í sýnikennslu í kajakveltingi hjá Kristjáni Kajak. Því næst keyra þeir á húsbílnum góða yfir Hrafnseyrarheiði og í átt að Bíldudal. Eftir góðar móttökur og skoðunarferð um Skrímslasetrið fær Andri leiðsögn um Melódíur Minningana, tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar.

Þessi þáttaröð fagnar réttindum barna á skemmtilegan og barnslegan hátt. Börnin sjálf eru í forgrunni, þau fá að tjá sig og segja sögur sínar með eigin rödd. Meginmarkmiðið er að efla sjálfsvirðingu barna, hvetja til sjálfstæðrar tjáningar og þátttöku í samfélaginu.
Öll börn eiga rétt á að vera börn: læra, leika sér, hvílast og vaxa á sínum hraða - því börn eru það besta í heiminum!

Ofurhetjur þurfa líka að setjast á skólabekk. Þessir óvenjulegu fyrstu bekkingar vekja mikla kátínu í þessum norsku ofurhetjuþáttum.

Finnlands-sænskir þættir þar sem krakkar segja frá áhugamálum sínum.

Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Krakkarnir leita eftir nýjum leiðum til dægrastyttingar í nýja umhverfi sínu á meðan Kaz leitar af leið út.

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Óviti/Slæmir ávanar
Flytjendur: Birnir og Krabba Mane
Höfundar: Birnir, Magnús Jóhann Ragnarsson og Þormóður Eiríksson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Breskir gamanþættir frá 2024 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Sænsk verðlaunamynd frá 2022 í leikstjórn Tariks Saleh. Adam er sjómannssonur sem býðst að stunda nám við Al-Azhar háskólann í Kaíró, þungamiðju valdahrings súnní múslima í Egyptalandi. Stuttu eftir að Adam kemur til Kaíró deyr æðsti trúarleiðtogi háskólans skyndilega og hann verður fljótt peð í miskunnarlausri valdabaráttu milli trúar- og stjórnmálaelítunnar í Egyptalandi. Aðalhlutverk: Tawfeek Barhom, Fares Fares og Mohammad Bakri. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.