17:00
Andri á flandri (4 af 6)
Vestfirðir
Andri á flandri

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland sumarið 2011 ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt að keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást nú loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.

Fyrsta stopp Andra og Tómasar er við bændalaugina í Mjóafirði þar sem þeir þvo af sér syndir sveitaballsins. Eftir það er rúllað alla leið inn á Ísafjörð í rakstur til Villa Valla, heimsókn til Hr. Hammond og í sýnikennslu í kajakveltingi hjá Kristjáni Kajak. Því næst keyra þeir á húsbílnum góða yfir Hrafnseyrarheiði og í átt að Bíldudal. Eftir góðar móttökur og skoðunarferð um Skrímslasetrið fær Andri leiðsögn um Melódíur Minningana, tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar.

Er aðgengilegt til 19. febrúar 2026.
Lengd: 29 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,