Kveikur er fréttaskýringaþáttur með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Ritstjórn og dagskrárgerð: Ragnhildur Þrastardóttir, Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Starfsmaður leikskólans Múlaborgar hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku, en það var ekki fyrsta rauða flaggið. Meira en ári áður tilkynnti móðir annarrar stúlku á leikskólanum grunsemdir um að dóttir hennar hefði verið misnotuð kynferðislega. Henni finnst allt kerfið hafa brugðist.
Fjölmörg önnur brot voru kærð til lögreglu og foreldrar sem hafa grunsemdir um brot sitja eftir án svara. Mál barna þeirra hafa verið felld niður.
