22:20
Samsæri í Kaíró
Walad miin al-Janna

Sænsk verðlaunamynd frá 2022 í leikstjórn Tariks Saleh. Adam er sjómannssonur sem býðst að stunda nám við Al-Azhar háskólann í Kaíró, þungamiðju valdahrings súnní múslima í Egyptalandi. Stuttu eftir að Adam kemur til Kaíró deyr æðsti trúarleiðtogi háskólans skyndilega og hann verður fljótt peð í miskunnarlausri valdabaráttu milli trúar- og stjórnmálaelítunnar í Egyptalandi. Aðalhlutverk: Tawfeek Barhom, Fares Fares og Mohammad Bakri. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Er aðgengilegt til 19. febrúar 2026.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
Ekki við hæfi yngri en 16 ára.
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
e