Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fölsuð lyf hafa verið í umferð á Íslandi en ekkert bendir til að þau nái inn á löglega markaðinn. Eftirlitsfulltrúi hjá Lyfjastofnun ræðir um fölsuð lyf í þættinum.
Flestir Íslendingar hafa heyrt lag sem Þormóður Eiríksson á hlut í, án þess kannski að átta sig á því. Þessi stórtæki tónsmiður hefur unnið með þekktasta tónlistarfólki landsins og framleitt slagara í massavís.
Rokkland fagnaði 30 ára afmæli á dögunum og af því tilefni blés Óli Palli til veislu í Hofi á Akureyri ásamt sinfoníuhljómsveit Norðurlands.

Bein útsending frá miðborg Reykjavíkur þar sem fylgst er með því sem tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur upp á að bjóða. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Danskir heimildarþættir um fjölskyldur barna með athyglisbrest og ofvirkni, ADHD. Í þáttunum fylgjum við þremur fjölskyldum eftir í átta vikna meðferð þar sem foreldrarnir breyta atferli sínu og nýta sér sérstakar uppeldisaðferðir í von um að draga úr einkennum ADHD hjá börnum sínum.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Fríða Ísberg er einn gesta í Kilju vikunnar. Hún segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem kemur út nú í vikunni. Huldukonan nefnist bókin. Við förum norður í Nes í Aðaldal, á bakka Laxár, og hittum Ester Hilmarsdóttur sem er höfundur skáldsögunnar Sjáandi. Sagnfræðingurinn Davíð Ólafsson ræðir við okkur um Mynd og Hand en það er saga Myndlista- og handíðaskólans, afar merkrar stofnunar sem hóf starfsemi 1939. Svo fjöllum við um sjálfan Fjodor Dostojevskí, einn af risum heimsbókmenntanna, en hin mikla skáldsaga hans Djöflarnir hefur nú verið endurútgefin. Gunnar Þorri Pétursson er sérfróður um Dostojevskí og reifar fyrir okkur þetta stórbrotna verk. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Fröken Dúllu eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur, Lausaletur eftir Þórdísi Helgadóttur og Blöku eftir Rán Flygenring.


Ofurhetjur þurfa líka að setjast á skólabekk. Þessir óvenjulegu fyrstu bekkingar vekja mikla kátínu í þessum norsku ofurhetjuþáttum.

Finnlands-sænskir þættir þar sem krakkar segja frá áhugamálum sínum.

Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Hlutirnir verða sífellt undarlegri í búðunum. Drekafluga verður að horfast í augu við persónulega djöfla til að bjarga sér og vinum sínum.
Kristín og Arnór kynnast dularfullri stelpu sem grunar sögukennarann um eitthvað skuggalegt. Hvað ætli sé í gangi hjá honum Sigurjóni sögukennara?
Leikarar: Kristín Erla Pétursdóttir, Arnór Orri Atlason, Arnþrúður Karen Viktorsdóttir, Agnes Wild og Karl Pálsson
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Elvar Egilsson
Addú, Kristín, Arnór og Amma elta Sigurjón sögukennara og finna hann í skólanum hennar Addú. En fljótlega lenda þau í miklum vandræðum.

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Flýg upp
Flytjandi: Aron Can
Höfundar: Aron Can og Þormóður Eiríksson
Íslensk þáttaröð í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar. Hekla hefur verið inn og út af meðferðarstofnunum frá unglingsaldri. Þegar hún missir forræði yfir dóttur sinni gerir hún tilraun til að halda sig á beinu brautinni með því að skrá sig í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Meðal leikenda eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Katla Þórudóttir Njálsdóttir.
Hekla þarf að taka mikilvæga ákvörðun. Hún fær dóttur sína í heimsókn án eftirlits og er ekki viss um að hún ráði við það.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Breskir gamanþættir frá 2024 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Gamanmynd frá 2014 með Bill Murray í aðalhlutverki. Oliver er ungur drengur sem flytur í nýtt hverfi með móður sinni eftir að foreldrar hans skilja. Nágranni þeirra, Vincent, er sérlundaður fyrrverandi hermaður og á milli þeirra myndast óvænt vinátta. Leikstjóri: Theodore Melfi. Meðal leikenda eru Melissa McCarthy, Naomi Watts og Jaeden Martell. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.

Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.