13:30
Kastljós
Fölsuð lyf, Þormóður og tónlistin, Rokkland 30 ára
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Fölsuð lyf hafa verið í umferð á Íslandi en ekkert bendir til að þau nái inn á löglega markaðinn. Eftirlitsfulltrúi hjá Lyfjastofnun ræðir um fölsuð lyf í þættinum.

Flestir Íslendingar hafa heyrt lag sem Þormóður Eiríksson á hlut í, án þess kannski að átta sig á því. Þessi stórtæki tónsmiður hefur unnið með þekktasta tónlistarfólki landsins og framleitt slagara í massavís.

Rokkland fagnaði 30 ára afmæli á dögunum og af því tilefni blés Óli Palli til veislu í Hofi á Akureyri ásamt sinfoníuhljómsveit Norðurlands.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,