Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Brynja Þorgeirsdóttir.
Lið Grindavíkur skipa Siggeir F. Ævarsson sagnfræðingur og upplýsinga- og skjalafulltrúi hjá Grindavíkurbæ, Ragnheiður Eyjólfsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Sigurður Jónsson verkstjóri hjá Vísi í Grindavík.
Lið Hafnarfjarðar skipa Kristbjörn Gunnarsson tölvunarfræðingur og ráðgjafi hjá MS lausnum, karl Guðmundsson ráðgjafi í vöruþróun og Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari, formaður BHM og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.