16:00
Kiljan
10. des 2025
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Í Kilju vikunnar greinum við frá verðlaunum bóksalanna en það hefur verið árlegur viðburður í þættinum um langt skeið. Við kynnum einnig bækur sem eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Sigrún Pálsdóttir er til viðtals um skáldsögu sína Blái pardusinn - hjóðbók. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir segir frá sagnfræðiriti sínu sem nefnist Piparmeyjar - fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi. Við fjöllum um Heiðmyrkur sem er síðasta bindið í furðusagnaþríleik Inga Markússonar. Þór Tulinius segir frá Sálusafnaranum en það er fyrsta skáldsaga þessa góðkunna leikara. Að ógleymdum Gunnari V. Andréssyni og Sigmundi Erni Rúnarssyni en þeir eru höfundar bókarinnar Spegill þjóðar sem byggir á löngum ferli Gunnars sem blaðaljósmyndara. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Kvöldsónötuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Veg allrar veraldar eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur og Móðurást - sólmánuð eftir Kristínu Ómarsdóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,