Broddi og Oddlaug eru litlir broddgeltir, sem elska að fara út og kanna heiminn. Þau eru yfirleitt bestu vinir og skemmta sér saman í hinum ýmsu leikjum.
Marri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Töfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.
Í þessari seríu fylgjumst við með hetjunni Bjössa brunabangsa, sem elskar að keyra slökkviliðsbíl og slökkva elda. Á hverjum einasta degi leysir hann spennandi verkefni með hjálp frá samstarfsfólki sínu.
Danskir ferða- og matreiðsluþættir. Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kynnist bakstri og lífi víða um heim.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Heimildarmynd í tveimur hlutum um fornleifafund í Marokkó árið 1960. Þar fundust um 300.000 ára gamlar leifar sem vörpuðu nýju ljósi á uppruna mannsins.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er fötluð móðir, félagsfræðingur að mennt, aðgerðasinni og einstök listakona. Hún hefur frá unga aldri barist fyrir réttindum og breyttu viðhorfi til fatlaðs fólks.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Ævintýralegir breskir þættir frá 2021 með David Tennant í aðalhlutverki. Heimshornaflakkarinn Phileas Fogg heldur af stað í ferðalag. Hann ætlar sér að fara umhverfis jörðina á 80 dögum. Þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Aðalhlutverk: David Tennant, Ibrahim Koma og Leonie Benesch.
Menningarþættir fyrir ungt fólk frá 2002-2003. Í þáttunum er m.a. fjallað um tónlist og mannlíf, kynntar ýmsar starfsgreinar og fastir liðir eins og dót og vefsíða vikunnar verða á sínum stað.
Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir.
Heimildarþættir þar sem fjallað er um ýmislegt markvert úr heimi íslenskrar kvikmyndagerðar. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.
Fjallað er um Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, sem fram fór á Patreksfirði 17.–19. maí 2024. Farið er yfir helstu hápunkta hátíðarinnar og rætt er við höfunda heimildarmyndanna. Auk þess eru sýnd brot úr myndunum.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Jakob van Oosterhout, Guðjón Smári Smárason og Jóna Margrét Guðmundsdóttir.
Norsk fjölskyldumynd frá 2017. Þrjú ævintýraþyrst ungmenni, Nora, Simen og Lars, hefja leit að skríni sem sagt er að geymi líkamsleifar Ólafs konungs helga frá 11. öld. Málin flækjast þegar þau komast að því að fleiri eru á höttunum eftir skríninu. Leikstjóri: Eva Dahr. Aðalhlutverk: Naomi Lien Hasselberg, Bjørnar Lysfoss Hagesveen og Henrik Hines Grape.
Bresk gamanmynd frá 2004 í leikstjórn Edgar Wright. Shaun ætlar að koma lagi á líf sitt með því að næla aftur í fyrrverandi kærustuna sína, sættast við mömmu sína og berjast við uppvakninga sem gera sig líklega til að éta fólk. Aðalhlutverk: Simon Pegg, Nick Frost og Kate Ashfield. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Íslensk hrollvekja í tveimur hlutum, byggð á vinsælli skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Ungt fólk ákveður að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um hávetur, en fer fljótlega að gruna að þau séu ekki ein í eyðiþorpinu. Leikstjórn: Óskar Þór Axelsson. Aðalhlutverk: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Thor Kristjansson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.