Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Dularfullt andlát íslensk-bandarísku dragdrottningarinnar Heklínu hefur vakið heimsathygli. Hún lést fyrir tveimur árum og vinir hennar og aðdáendur víða um heim vilja fá svör við spurningunni um hvað kom fyrir hana. Fréttaskýringaþátturinn Þetta helst á Rás 1 hefur fjallað ítarlega um andlát Heklínu. Rætt er við Þóru Tómasdóttur fréttamann í þættinum.
Öll gögn sýna að við stefnum að útrýmingu heimsins segir Thomas Halliday. Þeir sem haldi öðru fram þekki annað hvort ekki gögnin eða eru að ljúga. Thomas var einn ræðumanna á Umhverfisþingi í Hörpu í dag.
Íshokkí veitir börnum nauðsynlega útrás og styrkir sjálfsmynd þeirra, segir íshokkídrottningin Sarah Smiley sem er einn farsælasti þjálfari Skautafélags Akureyrar. Guðrún Sóley heimsótti Söruh á dögunum.