16:50
Vesturfarar
Vesturfarar

Egill Helgason ferðast á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum og skoðar mannlíf, menningu og sögu. Flutningar næstum fjórðungs þjóðarinnar til Vesturheims hlýtur að teljast einn stærsti atburður Íslandssögunnar.

Í þessum þætti er farið til Winnipeg, en þar var á tímabili ein helsta miðstöð íslenskrar menningar í heiminum. Í Winnipeg kom út fjöldi íslenskra bóka og blaða og þar voru blómleg íslensk hverfi og mikið félagslíf. Viðmælendur Egils í þættinum eru Stefan Jonasson, Johanna Wilson, Petur Bjornsson, Christine Antenbring og Mikhail Hallak.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 32 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,