17:50
Bækur og staðir 2016
Möðruvellir
Bækur og staðir 2016

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. Möðruvellir í Hörgárdal er sögufrægur staður. Þar var áður klaustur og skóli og þar felldi Skáld-Rósa hug til Páls Melsteð og orti til hans Vísur Vatnsenda Rósu sem flestir þekkja. Bjarni Thorarensen skáld var amtmaður á Möðruvöllum. Hann er talinn fyrsti íslenski rómantíkerinn, en þótti hinsvegar vera leiðinlegur embættismaður. Egill rifjar upp ljóð hans Þú nafnkunna landið og söguna af því þegar Bóluhjálmar var leiddur fyrir hann vegna þjófnaðarmáls. Þeir eiga þá að hafa drukkið saman eitt kvöld, en finna má lýsingar af þeim fundi í sagnaþættinum Feigur Fallandason eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 5 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,