17:00
Fyrir alla muni IV (3 af 6)
Flugspaðinn - úr fyrsta fluginu til landsins?
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í húsi í Reykjavík hefur forláta flugvélaskrúfa sem var bjargað úr ruslahaug hangið uppi á vegg í um 40 ár. Kann að vera að þessi flugvélaskrúfa tengist upphafsárum flugs á Íslandi og merkilegum vélum sem mörkuðu upphaf flugsögunnar hér á landi?
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 29 mín.
e
Dagskrárliður er textaður.