
Finnlands-sænskir lífsstílsþættir þar sem meðal annars er fjallað um matreiðslu, garðyrkju og föndur.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Álftaness og Reykjanesbæjar. Fyrir Reykjanesbæ keppa Hulda Guðfinna Geirsdóttir, Baldur Guðmundsson og Theodór Kjartansson. Fyrir Álftanes keppa Edda Arinbjarnar, Einar Sverrir Tryggvason og Gunnsteinn Ólafsson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.

Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Íslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm.
Af hverju er eins og fólki finnist iðnnám ekki jafn fínt og bóklegt nám? Er maður að kasta framtíðinni á glæ með því að skrá sig í iðnnám? Af hverju er alltaf skortur á iðnaðarmönnum þó ýmis iðnstörf borgi vel?
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í húsi í Reykjavík hefur forláta flugvélaskrúfa sem var bjargað úr ruslahaug hangið uppi á vegg í um 40 ár. Kann að vera að þessi flugvélaskrúfa tengist upphafsárum flugs á Íslandi og merkilegum vélum sem mörkuðu upphaf flugsögunnar hér á landi?

Danskir þættir þar sem við kynnumst fatahönnuðum sem leggja áherslu á fjölbreytileika og sjálfbærni.


Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.

Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem Michael Mosley hittir fólk víða um heim sem virðist hafa fundið leiðir til að hægja á öldrun sinni og rannsakar vísindin á bak við fullyrðingar þeirra.

Þriðja þáttaröð finnskra spennuþátta um lögreglukonuna Hilkku Mäntymäki. Dóttir stjórnmálamanns á Kanaríeyjum og eiginmaður hennar finnast látin í finnsku borginni Oulu og Hilkka fær aðstoð fyrrum samstarfsfólks síns í spænsku lögreglunni við rannsókn málsins. Aðalhlutverk: Riitta Havukainen, Fran Pérea og Marìa Romero. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.