24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni mætast lið Akraness og Fjallabyggðar. Fyrir Akurnesinga keppa Eríkur Jónsson, Reynir Jónsson og Sigríður Víðis Jónsdóttir en lið Fjallabyggðar skipa Guðmundur Ólafsson, Inga Eiríksdóttir og Þórarinn Hannesson.
Heimildarþættir um danskar fjölskyldur þar sem börnin vaða uppi og ráða lögum og lofum á heimilinu. Ráðalausir foreldrarnir fá til liðs við sig sálfræðing sem sérhæfir sig í barnauppeldi í von um að ná aftur stjórn á afkvæmunum.
Hljómskálinn snýr aftur, stappfullur af íslenskri tónlist. Í Hljómskálanum er farið vítt og breitt yfir sviðið í tali og tónum auk þess sem tónlistarfólk úr ólíkum áttum vinnur lög sérstaklega fyrir þættina. Unnið er með ólík þemu í hverjum þætti, á borð við mat, hættulega tónlist, ímynd og peninga. Hljómskálinn er í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts er sérstök greiningardeild þeirra Braga Valdimars Skúlasonar og Guðmundar Kristins Jónssonar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Í tónlist er ímyndin mikilvægari en settlistinn, gestalistinn og hljóðið. Hún skiptir öllu máli. Við tölum við helstu týpur íslenskrar tónlistar um það sem þarf til að halda kúlinu, hvað sem á dynur. Erkitýpurnar Mugison og GDRN vinna svo saman ímyndarlegan stórsmell.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hún var stödd í umferðinni og mundi ekki hvar hún var eða hvert hún var að fara. Þá vissi hún að eitthvað alvarlegt væri að. Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona er gestur í Okkar á milli.

Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur verið gagnrýnd að undanförnu fyrir að sitja sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga um leið og hún gegnir embætti borgarstjóra. Þá hafa laun hennar líka verið í umræðunni en þau nema nú tæpum fjórum milljónum á mánuði. Landsfundur sambandsins verður á fimmtudag og spurningin er hvað Heiða Björg ætlar að gera, klára kjörtímabilið til ársins 2026 eða stíga til hliðar. Heiða Björg var gestur Kastljós í kvöld.
Ljóðalestur í heitum potti og orð rituð á rúllugardínu eru meðal viðburða hátíðarinnar Skáldasuð sem við heimsækjum síðar í þættinum.
Norsk leikin þáttaröð frá 2024 um ástarsamband kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og hinnar norsku Marianne Ihlen á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Alex Wolff, Thea Sofie Loch Næss og Anna Torv. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Önnur þáttaröð BBC um það hvernig nasistar komust til valda. Þýskaland var lýðræðisríki árið 1930. Fjórum árum seinna var landið orðið að lögregluríki þar sem ótti ríkti og ofsóknir á hendur minnihlutahópum voru daglegt brauð. Árið 1939 hófst seinni heimsstyrjöldin með hörmulegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina alla. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.