Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Nýjar upplýsingar úr umfangsmiklum gagnaleka sýna að mörg trúnaðargögn, sem stolið var frá lögreglu og sérstökum saksóknara, voru meðal annars notuð til að selja þjónustu fyrirtækisins PPP. Í síðustu viku fjallaði Kveikur um njósnir sem beindust gegn almennum borgurum og tengdust deilum íslenskra auðmanna. Nú getum við hins vegar upplýst að á meðal þeirra gagna sem stolið var voru bæði rannsóknargögn lögreglu og gögn sem sérstakur saksóknari aflaði með dómsúrskurði. Þar á meðal eru upptökur úr símhlerunum sem geyma viðkvæm og persónuleg samtöl fjölda fólks. Fjallað er ítarlega um málið í Kastljósi kvöldsins og rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Akureyrar og Kópavogs. Lið Akureyringa skipa: Hilda Jana Gísladóttir, Birgir Guðmundsson og Hjálmar Bryjólfsson. Lið Kópavogs skipa: Þorbjörg Marinósdóttir, Adolf Pedersen og Bjarni Þór Sigbjörnsson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Þáttaröð frá 2009 þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við nokkra af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson.
Árni Tryggvason hefði sjálfsagt orðið fyrirtaks-sjómaður. En hann fékk hvatningu til að gerast leikari og sannfærðist á endanum sjálfur um að það ætti fyrir honum að liggja að standa á sviði og koma við einhverjar taugar í áhorfendum. Hann var metnaðargjarn leikari og vildi glíma við erfið hlutverk, en á sama tíma var hann með viðkvæmt taugakerfi og kvíðagjarn. Árni rekur fyrir áhorfendum hvernig hann laug sig inní leiklistarskóla og tók listformið sér að innstu hjartarótum. Á meðan hann fékk áhorfendur til að veltast um af kátínu á bekkjunum, kvaldist hann af kvíða og þungri lund. Árni segir blátt áfram frá þessari glímu leikarans og manneskjunnar í Persónum og leikendum.
Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Vilhjálmur Siggeirsson.
Gunna Dís og Gunnar Birgisson ræða við Felix Bergsson um seinni undanúrslitakvöld Eurovision 2025. Gestir þáttarins eru Eva Ruza Miljevic og Hjálmar Örn Jóhannsson. Liðin keppast um að spá fyrir um hverjir komast áfram í aðalkeppnina sem haldin verður 17. maí í Basel, Sviss.
Hver skrifar sögu okkar? Það fer eftir ýmsu, svo sem þjóðerni, kyni eða uppruna, og sama atburði má lýsa á marga mismunandi vegu. Fornleifauppgröftur, nýjar rannsóknir eða annar tíðarandi getur líka valdið því að sagnfræðin verði endurskoðuð. Emma Molin og Özz Nûjen hjálpa okkur að sjá fleiri en eitt sjónarhorn á sögunni.
Ferðaþættir í umsjá Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall þar sem þau fara með landsþekkta Íslendinga í svaðilför um ósnortna náttúru Íslands.
Hér fara þau Róbert og Brynhildur með leikstjórann Baltasar Kormák í alvöru fjallaklifur í vetraraðstæðum á Kirkjufell í Grundarfirði, en Baltasar hefur dreymt fjallið ótal sinnum síðan í barnæsku. Einnig fara þau með samfélagsmiðlastjörnum í hrollkalt sjóbað í Nauthólsvík.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld fáum við að kynnast hrafninum og hans lifnaðarháttum. Við skellum okkur í bað á Tálknafirði og tökum í spil á Hornafirði. Við förum síðan á Hellissand og kynnum okkur orkusteina.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Hefur þú séð sæskrímsli? En heyrt sögur af slíkum fyrirbærum?
Skaparar og keppendur eru: Margrét Ósk Guðjónsdóttir og Halldór Heimir Thorsteinsson og þau búa til sæskrímsli - hvað ætli þau fái til þess? Blöðruþara? Þöngulhaus? Glimmer?
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa of Máni búa til sparilegan morgunmat, amerískar pönnukökur. Hægt er að bæta allskonar hráefnum á pönnukökurnar eins og súkkulaði og berjum, en að þessu sinni nota krakkarnir bláber og síróp.
Uppskrift:
1 msk lyftiduft
¼ tsk salt
1 tsk sykur
2 egg (léttþeytt)
30 g smjör
300 ml mjólk
225 hveiti
1 tsk vanilludropar
smjör til steikingar
Aðferð:
Bræðið smjörið og kælið.
Setjið öll hráefnin í skál og blandið vel saman.
Setjið smjör á pönnu og hitið.
Bakið pönnukökurnar og snúið þeim við þegar loftbólur eru farnar að myndast í deigið.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þingheimur ræddi um gagnastuld frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og embætti Sérstaks saksóknara á Alþingi í dag. Samdómur virðist um alvarleika málsins sem verður rætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Gestir þáttarins eru þau Sigmundur Ernir Rúnarson, þingmaður Samfylkingar, og Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Bræðurnir í VÆB segja að trúin hafi haft mikil áhrif á þá í uppvextinum. Tónlist var líka allt um lykjandi heima hjá þeim. Kastljós settist niður með þeim áður en þeir héldu til Basel til þess að keppa í Eurovision.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Þekktasta lagið úr söngleiknum Gauragangi, sem gerði allt vitlaust á Íslandi árið 1994, er ástleitna efasemdaballaðan Er hann sá rétti? Lagið, sem flutt er af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, er eftir Björn Jörund Friðbjörnsson nýdanskan sem leikur undir seiðandi sönginn með hljómsveit sinni. Textann samdi höfundur leikverksins, Ólafur Haukur Símonarson. Það má því segja að þrenns konar kjarnaefni sameinist í sprengjunni sem er til fílunar hjá þeim Snorra Helgasyni og Bergi Ebba. Við sögu koma meikdraumar íslenska músíkbransans, Hallærisplanið, Range Roverar, kraftgallar og margt margt fleira. Sandra Barilli stýrir fílun.
Þriðja þáttaröð þessara norsku leiknu þátta um samfélagið í Stafangri og breytingarnar sem urðu þegar olía fannst í sjónum úti fyrir bænum og norska olíuævintýrið hófst. Meðal leikenda eru Anne Regine Ellingsæter, Malene Wadel, Mads Sjøgård Pettersen og Pia Tjelta.
Úkraínsk spennuþáttaröð. Þegar þrjár ungar stúlkur finnast látnar með stuttu millibili í borginni Osijek í Króatíu ákveða tveir rannsóknarlögreglumenn og tveir blaðamenn að hjálpast að við að leysa málin, en rannsókn málsins leiðir þau á hættulegar slóðir. Aðalhlutverk: Kseniia Mishyna, Goran Bogdan og Darko Milas. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Breskir dramaþættir frá 2023. Læknirinn Lucinda Edwards er virt og farsæl í starfi, en eitt örlagaríkt kvöld deyr einn sjúklingur hennar úr of stórum skammti af ópíóíðalyfi og allt breytist. Aðalhlutverk: Niamh Algar, James Purefoy og Lorne MacFadyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.