13:25
Matarsaga Íslands (6 af 7)
Matarsaga Íslands

Ný þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.

Skyndibitinn fór á flug upp úr 1950, þökk sé ameríska hernum, og niðursoðinn ananas varð ómissandi með nánast öllum mat. Fólk í Náttúrulækningafélaginu var það eina sem gat keypt hvítlauk og innfluningur á grænmeti og ávöxtum var alfarið háður duttlungum Grænmetisverslunar ríkisins – þar til hinar alræmdu finnsku kartöflur skóku þjóðina.

Er aðgengilegt til 16. mars 2026.
Lengd: 36 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,