
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við kynnumst slöngunni, lærum að hreyfa okkur eins og hún og skoðum styrkleikana hennar.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Heimildarþáttaröð í fimm hlutum frá BBC. Sjónvarps- og vísindamaðurinn góðkunni, Brian Cox, skoðar alheiminn og fjarlægar óravíddir hans allt frá dauðadjúpi svarthola til fjarlægra heima sem gætu hýst líf.
Brian Cox rannsakar innstu myrkur svartholsins í miðju Vetrarbrautarinnar, ófreskju sem getur tortímt plánetum og stöðvað tímann og knýr okkur til að endurmeta skilning okkar á því sem við köllum veruleika.
Heimildarþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Mannflóran er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og þjóðarímyndin breytist með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna. Ljósi er varpað á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og fjallað um kosti fjölmenningar. Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.
Í þættinum er fjallað um sögu fjölmenningar á Íslandi. Ísland var lengi einsleitt samfélag en á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar sem hafa leitt til aukinnar fjölmenningar.
Upptaka frá tónleikum sem haldnir voru í Salnum í Kópavogi haustið 2014 þar sem flutt voru sönglög eftir Þorvald Gylfason við ljóð Kristjáns Hreinssonar í útsetningum Þóris Baldurssonar. Kristinn Sigmundsson syngur, Jónas Ingimundarson leikur á píanó og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Umsjón: Lýður Árnason. Dagskrárgerð: Íris Sveinsdóttir. Framleiðandi: Í einni sæng.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld hittum við óvenju marga tvíbura í sömu götu, við heimsækjum öruggasta sal landsins, við fylgjumst með hundakúnstum á Héraði og skellum okkur á hestbak með ungviðinu.


Loft hefur tekið jarðormana í sátt og kynnist nú ævintýralegri tilvist þeirra í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
18. Plöntupartý
Áróra gefur Lofti plöntu og í framhaldinu ákveður Loft að safna eins mörgum plöntum og mögulegt er. Á meðan rækta Sunna og Máni sína innri listamenn með aðstoð plantna og gróðurs sem þau finna í náttúrunni.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Í Dritvík á Snæfellsnesi á Kolbeinn Jöklaskáld að hafa setið á þúfu og kveðist á við Kölska, eða svo segir þjóðsagan. Kölski á að hafa getað botnað allar vísur Kolbeins, þar til Kolbeinn tók upp hníf, brá honum fyrir glyrnur skrattans svo eggin bar við tunglið og fór með þessar línur; Horfðu í þessa egg egg, undir þetta túngl túngl. Þá varð Kölska orða vant því hann fann ekkert til að ríma við túngl. Kolbeini tókst þó að botna eigin vísu en var ekki boðið í kveðskap til Kölska eftir það. Áður fyrr voru margar verstöðvar á Snæfellsnesi, en síðan fór sjávarfangið minnkandi á svæðinu. Egill rifjar upp lýsingar Jóns Trausta á veiðistöðvum á Snæfellsnesi, þar á meðal í Dritvík.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Íslenskir heimildarþættir um ferðalag Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar, og Ásdísar Rósu, eiginkonu hans. Síðla árs 2023 ferðuðust þau á mótorhjóli um Japan. Ferðalagið reyndi á hjónin á ýmsa vegu og framandi venjur, menning og tungumál gerðu þeim erfitt fyrir. En smám saman lærðu þau á lífstaktinn og nutu ferðalagsins. Þegar upp var staðið reyndist Japan eitt eftirminnilegasta landið sem Hringfarinn hefur heimsótt.
Kristján og Ásdís Rósa ná sér aftur á strik eftir erfiðan hjóladag og nýr kafli ferðalagsins hefst. Forn menning og djúpstæð trú Japana setur mark sitt á upplifun þeirra, opnar skilningarvitin og fær þau til að njóta ferðalagsins til hins ítrasta.
Breskir spennuþættir um örvæntingafulla móður sem lifir áhættusömu lífi sem skartgripaþjófur á sama tíma og hún reynir að ná dóttur sinni aftur frá félagsþjónustunni og byggja örugga framtíð fyrir þær báðar. Aðalhlutverk: Sophie Turner, Frank Dillane og Mia Millichamp-Long. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsöguleg kvikmynd frá 2021 um hnefaleikakappann Harry Haft sem barðist við samfanga sína í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni til þess að lifa af. Eftir stríðið reynir hann að finna aftur æskuástina með því að keppa við þekkta hnefaleikakappa á borð við Rocky Marciano. Leikstjóri: Barry Levinson. Aðalhlutverk: Ben Foster, Billy Magnussen og Vicky Krieps. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.