Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Skipulag í Keldnalandi, nýju hverfi fyrir botni Grafarvogs, er í fullum gangi. Hverfið á að vera vistvænt og borgarlína helsti samgöngumáti íbúa hverfisins Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur skipulagið hins vegar fullkomlega óraunhæft, þar sem reiknað er með að yfir 60 prósent heimila geti ekki verið á bíl og að stæði verði ekki við hús eða í kjöllurum heldur í sérstökum bílastæðahúsum. Hildur og Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, eru gestir Kastljóss.
Gamanþættirnir Brjánn hófu göngu sína á Sýn á dögunum. Þeir fjalla um fótboltaóðan slæpingja, sem fyrir röð tilviljana endar sem þjálfari karlaliðs Þróttar í fótbolta. Sólmundur Hólm er einn handritshöfunda og Halldór Gylfason fer með aðalhlutverk. Þetta er þeim hjartans mál því þeir eru báðir grjótharðir Þróttarar, með tilheyrandi gleði og sorg.
Valinkunnir tónlistarmenn flytja nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri RÚV. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson.
Gunnar Þórðarsson hóf feril sinn með Hljómum árið 1963 og allar götur síðan hefur hann verið í fremstu röð íslenskra lagasmiða. Lögin Fyrsti kossinn og Bláu augun þín samdi hann snemma á ferlinum og perlur hans eru orðnar óteljandi. Gunnar er nú farinn að nálgast sjötugt en hefur aldrei verið hressari. Í þættinum flytur hann nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri Sjónvarpsins.
Fimmtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í Kveikt á perunni búa krakkarnir til brúður og setja upp brúðuleikhússýningu fyrir okkur. En slímið er nú ekki langt undan og það er spennandi að sjá hvort það verður gula eða bláa liðið eða bæði sem enda öll í slími.
Skaparar og keppendur:
Gula liðið:
Iðunn Úlfsdóttir
Stefán Örn Eggertsson
Klapplið:
Eva Björk Angarita
Hrafney María Reynaga
Iðunn Helga Zimsen
Eygló Angarita
Viktoría Líf Þengilsdóttir
Viktor Snær Kjartansson
Sigurður Trausti Eggertsson
Bláa liðið:
Sara Snæbjörnsdóttir
Davíð Ingi Ólafsson
Klapplið:
Tinna Snæbjörnsdóttir
Elísa Eir Kristjánsdóttir
Auður Berta Einarsdóttir
Kamilla Aldís Ellertsdóttir
Dóra Snædís Valdimarsdóttir
Hafsteinn Hugi Hilmarsson
Bjarki Óttarsson
Ólafur Viðar Sigurðsson
Lúkas Hlöðversson Frisbæk
Brynjar Orri Smith
Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.
Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Ásta Lilja og Ronja sýna nokkrar jógaæfingar sem krakkar geta gert heima.
Umsjón: Ásta Lilja Víðisdóttir og Ronja Eyglóar-Konráðsdóttir.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Hafið bláa hafið. Á þriðjudaginn var dagur íslenskrar náttúru og því verðu náttúruvernd okkur hugleikin næstu daga. Í dag fjöllum við um hafið. Ari Páll Karlsson tekur á móti ykkur í dag.

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Óli H Þórðarson. Texti: Bragi Valdimar Skúlason.
Anton og Emma eru 16 ára og búa í framtíðinni í Noregi. Þau búa í sömu borg en á mismunandi loftlagssvæðum. Þeim var aldrei ætlað að hittast, hvað þá að verða ástfangin. Til að vera saman þurfa þau að snúa öllu í sínu lífi á hvolf.
Emma hefur sært alla sem hún elskar og reynir að laga það. Anton ræður ekki við lífið fyrir utan kúpulinn en fær hjálp úr óvæntum áttum.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Matreiðsluþættir þar sem Solla Eiríks heimsækir konur sem hafa áratugareynslu af matargerð. Hún kíkir í uppskriftabækur þeirra og lærir að elda rétti sem þær hafa matreitt á sinn einstaka hátt í fjölda ára. Í framhaldinu býður hún konunum heim til sín og endurgerir uppskriftirnar með aðstoð þeirra, en skiptir út dýraafurðum fyrir hráefni úr náttúrunni. Leikstjóri: Sunneva Ása Weisshappel. Framleiðsla: RVK Studios.
Uppskriftirnar má finna hér: https://www.ruv.is/frettir/tag/uppskriftabokin
Solla Eiríks heimsækir Kristbjörgu sem kennir okkur að búa til brauðtertu. Einnig hittir hún Hörð Bender sem ræktar lífrænar gulrætur og hvítlauk. Við lærum að gera reyktar gulrætur.

Sænskir þættir þar sem fylgst er með fólki gera upp draumahúsnæðið sitt.
Norskir spennuþættir um Kelechi sem losnar úr fangelsi eftir átta ára afplánun. Hann er fullur af hatri og staðráðinn í að ná fram hefndum með því að knésetja stærsta hassinnflytjanda Noregs. Aðalhlutverk: Tobias Haile Furunes, Jon Ranes og Philip Nguyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Þriðja þáttaröð þessara pólsku spennuþátta um menntaskólakennarann Pawel Zawadzki. Þegar nemandi deyr í siglingu á vegnum skólans beinast spjótin að skipstjóranum, Bogdan, sem er faðir Pawels. Pawel er sannfærður um sakleysi föður síns en rannsóknin dregur ýmis leyndarmál fram í dagsljósið. Aðalhlutverk: Maciej Stuhr, Katarzyna Dabrowska og Roma Gasiorowska. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Breskir sakamálaþættir frá 2023. Rannsóknarlögreglumaðurinn Humphrey Goodman og unnusta hans, Martha, flytja í lítið þorp í Devon á Englandi. Humphrey gengur í lögreglu þorpsins þar sem hann rannsakar glæpi eins og honum einum er lagið. Aðalhlutverk: Kris Marshall, Sally Bretton og Zahra Ahmadi.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.