
Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við getum alltaf gefið okkur sól í hjarta, gefið öðrum og okkur sjálfum smá kærleika og hlýju.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2004 um ofurhetjuhjónin Bob og Helen sem eru sest í helgan stein og reyna af öllum mætti að lifa venjulegu úthverfalífi ásamt börnunum sínum þremur. En þegar illmenni leiðir Bob í gildru neyðist fjölskyldan til að taka höndum saman og nýta ofurkrafta sína til að bjarga honum.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld hittum við hagleiksmann í Hólminum,
við klæðum okkur í vestfirskar Lambúshettur, við skoðum endurbyggingu gömlu kirkjunar á Djúpavogi og við fjöllum um aðbúnað austfirskra býflugna.
Þættir þar sem matar- og tónlistarmenning á Íslandi er skoðuð með viðtölum við landsmenn. Gunnar Karl Gíslason og Sverrir Þór Sverrisson hitta fólk víða um land og kynna sér hefðir þeirra og lífsstíl.
Gunnar Karl og Sveppi halda á Snæfellsnesið til Kára á Rifi þar sem þeir ætla að halda páskaveislu. Á leiðinni koma þeir við hjá Ólínu á Arnarstapa, Víði í Gröf og á Grundarfirði þar sem þeir gæða sér á ýmsum kræsingum. Á Rifi bíður þeirra svo það krefjandi verk að undirbúa hundrað manna veislu, uppfulla af ljúffengum mat, tónlist og góðum gestum.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þættinum fjöllum við um konungsheimsóknir til Íslands og kvikmyndir af þeim og síðar heimsóknir forseta Íslands í ýmis byggðarlög. Við sjáum hvernig hefðir sköpuðust í kringum þessar heimsóknir þjóðhöfðingja og ekki síst hvernig forsetaembættið nýja var túlkað í kvikmyndum.
Tónlistarveisla frá Fríkirkjunni í Reykjavík á páskadag þar sem Una Torfa kemur fram ásamt valinkunnu tónlistarfólki kirkjunnar. Prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík fjallar um merkingu páskanna og fjölmenningar og fólk úr ýmsum trúarhefðum flytur þjóðinni páskakveðjur. Umsjón tónlistar: Gunnar Gunnarsson. Fram koma: Sönghópurinn við Tjörnina, hljómsveitin Mantra og landsþekktir einleikarar. Umsjón: Hjörtur Magni Jóhannsson og Eggert Gunnarsson.
Heimildarmynd í tveimur hlutum sem fylgir hópi íslenskra tónlistarmanna, tónskálda og textahöfunda á ferðalagi um Bandaríkin haustið 2015. Hópurinn fór um „Mojo“-þríhyrninginn svokallaða, þar sem hryntónlistin, eins og við þekkjum hana í dag, er talin eiga rætur sínar. Ferðalagið hófst í Nashville og þaðan lá leiðin til Memphis, Clarksdale og að lokum til New Orleans. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson og Ólafur Páll Gunnarsson.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2015. Þegar Dagný flytur og þarf að byrja í nýjum skóla eru tilfinningarnar innra með henni, þau Gleði, Sorg, Ótti, Ofsi og Óbeit, ekki alltaf sammála um hvernig best er að takast á við þessar nýju aðstæður. Myndin hlaut Óskarsverðlaun sem besta teiknimyndin árið 2016.
Íslensk stuttmynd byggð á samnefndri skáldsögu eftir Svövu Jakobsdóttur. Ingólfur er hugmyndaríkur maður sem fær þá flugu í höfuðið að smíða hið fullkomna eldhús fyrir konuna sína. Leikstjórn: Atli Arnarsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir. Leikarar: Björn Thors, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Arnar Jónsson, Bogi Ágústsson, Julius Rothlaender, Ingimar Ólafsson Waage, Jón Nordal, Jökull Smári Jakobsson og Steinþór Hróar Steinþórsson.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Íslensk kvikmynd frá 2024 um æskuvini sem reka fiskveitingastað á sumrin í heimabæ sínum og dreymir um að hafa opið árið um kring. Þegar þeir fá óvænt tækifæri til að láta drauminn rætast kemur annar þeirra út sem trans kona. Leikstjóri: Snævar Sölvason. Aðalhlutverk: Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks.
Íslenskir spennuþættir byggðir á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili fer hann að gruna að óhugnanlegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsvígi eiginkonu hans og undarlegri hegðun táningsdóttur þeirra. Leikstjóri: Erlingur Thoroddsen. Með helstu hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólof Halla Jóhannesdóttir, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Mikael Kaaber, Björn Stefánsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Stefán Jónsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Óðinn kemst að óhugnanlegri tengingu atburðanna á Króki við hans eigið líf. Þegar Aldís reynir að flýja heimilið setur hún óvart af stað afdrifaríka atburðarás.

Ævisöguleg kvikmynd frá 2019 um breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien sem er þekktastur fyrir skáldsögurnar Hobbitann og Hringadróttinssögu. Í myndinni er fjallað um uppvaxtarár Tolkiens sem munaðarlauss drengs, skólagöngu hans og fyrstu ástina. Leikstjóri: Dome Karukoski. Aðalhlutverk: Nicholas Hoult, Lily Collins og Colm Meaney. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Stuttmynd eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur. Myndin segir frá ungri konu sem dvelur í einangruðu glæsihýsi í von um að öðlast frið og ró. Kyrrðin er skyndilega rofin þegar hún kemst að því að önnur kona dvelur einnig í húsinu. Ólík lífssýn kvennanna tveggja verður til þess að á milli þeirra myndast bitur valdabarátta. Leikendur: Rosalinde Mynster, Anna Rothlin, Oscar Töringe og Marijana Jankovic. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
An Icelandic film from 2024 about childhood friends who run a fish restaurant in their hometown during the summer and dream of staying open year-round. When they unexpectedly get the opportunity to make their dream come true, one of them comes out as a trans woman. Director: Snævar Sölvason. Main roles: Björn Jörundur Friðbjörnsson and Arna Magnea Danks.