
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Borgarbyggðar og Hafnarfjarðar. Fyrir Hafnarfjörð keppa: Helga Þráinsdóttir, Jökull Mar Pétursson og Þórður Helgason. Fyrir Borgarbyggð keppa: Ingibjörg Jónsdóttir, Stefán Einar Stefánsson og Sveinbjörn Eyjólfsson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.

Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Finnskir þættir um Mikko Peltola sem setur sér það markmið að klára sex líkamlega krefjandi þrautir á einu ári. Hann spreytir sig meðal annars á kajakróðri, hlaupi, skíðagöngu, hjólreiðum og klettaklifri.

Heilinn er undarlegt fyrirbæri. Hægt er að hafa áhrif á hann og hegðun fólks með mismunandi hætti. Sjónhverfingarmanninum og dáleiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eftir í þessum fróðlegu dönsku þáttum.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2007 um rottuna Remy sem hefur ástríðu fyrir matargerð og dreymir um að verða kokkur í París. Þegar hann kynnist óvænt klaufalega stráknum Linguini sem vinnur í eldhúsinu á einum frægasta veitingastað Parísar gera þeir með sér óvenjulegt samkomulag.


Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Sammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Heimildarmynd um heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem haldið var í Mexíkó 1971 en hefur síðan legið í gleymsku. Í myndinni segja konur sem tóku þátt frá reynslu sinni og myndefni frá mótinu er dregið fram í fyrsta sinn í yfir 50 ár. Þegar mótið var haldið vildi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, banna kvennafótbolta og þrátt fyrir að áhorfendamet hafi verið slegið á mótinu hefur það að mestu verið strokað út úr íþróttasögunni. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Leikstjórn: Rachel Ramsay og James Erskine.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir
Önnur þáttaröð þessara bresku glæpaþátta. Glæfralegt morð í námabæ á Mið-Englandi ýfir upp gömul sár og ógnar stöðugleikanum í samfélaginu. Aðalhlutverk: Lorraine Ashbourne, David Morrissey og Perry Fitzpatrick. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ný sænsk dramaþáttaröð byggð á sönnum atburðum. Þrír fangar sem sitja í öryggisfangelsi fá tækifæri til að leika sjálfa sig í leikriti um líf þeirra eftir heimsfræga leikritaskáldið Lars Norén. Fangarnir fá leyfi til að yfirgefa fangelsið til að leika í sýningunni og í kjölfarið hefst hrina hrottalegra rána. Aðalhlutverk: Maria Sid, David Dencik og Martin Nick Alexandersson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.