Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðsemjendur í kjarasamningum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þau hvetja ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að standa vörð um kjarasamninga til að standa vörð um samningana með því að halda aftur af verðhækkunum eins og frekast sé unnt. Um tíu mánuðir eru síðan kjarasamningar voru undirritaðir og áttu þeir að stuðla að stöðugleika og lægri verðbólgu. Þrátt fyrir það hefur borið á verðhækkunum upp á síðkastið, meira en góðu hófi gegnir að mati verkalýðshreyfingarinnar og Neytendasamtakanna. Gestir Kastljóss eru Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Fjórir prestar fara í pílagrímsför til Spánar í leit að heimsins besta messuvíni en sú reisa endar með ósköpum. Þannig hljómar upplegg gamanmyndarinnar Guðaveiga, sem var frumsýnd nýlega. Við kynnum okkur myndina.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Reykjavíkur og Fljótsdalshéraðs. Fyrir hönd Reykjavíkur keppa Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi (D), Katrín Jakobsdóttir þingmaður (V) og Silja Aðalsteinsdóttir ritsjóri. Fyrir hönd Fljótsdalshéraðs keppa Margrét Urður Snædal af Jökuldal, Þorbjörn Rúnarsson söngvari og áfangastjóri í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþingá og þýðandi.
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Íslenskum kvikmyndum fjölgar mikið á öðrum áratug 21. aldar og undir lok hans fjölgar konum í hópi kvikmyndahöfunda. Áhersla á gamanmyndir annars vegar og dramatískar myndir hins vegar verður skarpari. Leiknum þáttaröðum fjölgar og þær njóta velgengni á erlendum vettvangi. Hér eru lykilmyndirnar Andið eðlilega, Svanurinn, Agnes Joy, Málmhaus, Vonarstræti, Lof mér að falla, Undir trénu og Svartur á leik.
Viðtalsþættir við Vigdísi Finnbogadóttur þar sem hún segir frá bernsku sinni og námsárum ásamt því að lýsa skoðunum sínum á náttúruvernd, jafnréttismálum og mikilvægi tungumála í heiminum. Viðtölin voru tekin upp sumarið 2012. Dagskrárgerð: Viðar Víkingsson. Framleiðsla: 1904 ehf.
Rithöfundurinn Sjón ræðir við Vigdísi um mikilvægi tungumála og störf hennar í þágu þeirra, meðal annars hjá UNESCO.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Það þekkja allir einhverja manneskju sem er furðulegur eða furðuleg - en hvað er furðufugl?
Skaparar og keppendur eru: Brynjar Óli Ísaksson og Saga Margrét Davíðsdóttir og búa þau til furðufugl á 10 mínútum.
Hver fær á sig slím? Hver vinnur stórhættulegu spurningakeppnina? Hvaða Babb kemur í bátinn?
Æsispennandi keppni framundan.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í þessum þætti búa Ylfa og Máni til ljúffengan hafragraut með eplamús. Hollur og góður morgunverður.
Ef þú ætlar að fá þér þennan morgunmat, skaltu byrja á eplamúsinni, hún tekur lengri tíma.
Eplamús
3-4 epli
kanill eftir smekk
1/2 L vatn
Aðferð:
Eplin eru skræluð og kjarnhreinsuð og síðan skorin í grófa bita.
Settu eplabitana í pott ásamt vatni og kanil.
Eplin eru soðin í 20 mín.
Sigtaðu eplin ef það er mikill vökvi.
Músaðu eplin með töfrasprota.
Hafragrautur
(fyrir einn svangan eða tvo minna svanga)
2 dl hafrar
2 dl vatn
2 dl mjólk - hægt að nota kúamjólk, haframjólk eða möndlumjólk.
smá salt
Allt er sett í pott og soðið þar til hann er eins þykkur og þér finnst best.
Umsjón:
Ylfa Blöndal
Hilmar Máni Magnússon
Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Finnst þér að allir ættu að fá jöfn laun fyrir sömu vinnu? Já það finnst okkur líka. En fyrst við erum að ræða þetta þá er það nú sennilega ekki þannig. Við skoðum hvernig ástandið er á Íslandi og í öðrum löndum. Svo hafa stelpur í mörgum löndum ekki sömu tækifæri og strákar til að fara í skóla. Það er agalegt og mjög mikilvægt að breyta því. Við förum yfir málið í þætti dagsins, heyrum söguna hennar Malölu Yousafzai sem berst fyrir menntun stelpna og færumst nær heimshetjunni á hetjuskalanum okkar.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Við skellum okkur vestur á firði og komumst að því hvað er eiginlega í vatninu þarna undir hrikalegum fjöllunum í lygnum fjörðum. Systkinin frá Súgandafirði taka lagið með Súðavíkurdrottningunni Siggu Beinteins.
Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.
Franskir heimildarþættir frá 2021. Fylgst er með fimm ljósmyndurum sem hafa tengst samfélögunum sem þau mynda sterkum tilfinningaböndum síðustu áratugi.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.
Vigdís býr í París og gengur vel í háskólanáminu þegar örlögin banka upp á.
Landsleikur Svíþjóðar og Íslands í handbolta karla. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir HM í handbolta.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.