19:45
Svepparíkið (5 af 5)
Tækifærin

Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.
Fjallað er um hvernig sveppir og afurðir úr svepparíkinu geta stuðlað að umbótum í umhverfismálum. Fylgst er með nýsköpunarfyrirtækinu Svepparíkið þar sem Unnur Kolka Leifsdóttir stundar sjálfbæra ræktun í svokölluðu Zero Waste-kerfi. Sigrún Thorlacius fjallar um hvernig nýta má eiginleika svepparíkisins til að brjóta niður mengandi úrgang sem víða má finna í jarðveginum, t.d. á urðunarstöðum. Neuza Vallades arkitekt og doktorsnemi í umhverfisverkfræði talar um möguleikana á nýtingu efna úr sveppum í byggingariðnaði.
Er aðgengilegt til 14. september 2026.
Lengd: 28 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.