Ný þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Hver hefur ekki heyrt um hvítvíns- eða ananaskúrinn? Næringarfræðingar fjalla um helstu lífsstílskúra sem skotið hafa upp kollinum og velta fyrir sér hvers vegna fólk er svona heltekið af því að borða sumt en annað ekki. Spekúlantar rifja upp heimilismat sem stenst varla tímans tönn. Fjallað er um mat framtíðarinnar og smakkað á vegansteik, ófisk, grænmetishangikjöti og skordýrasnakki.