24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar eigast við í 16 liða úrslitum.
Danskir þættir um móðurhlutverkið. Í þáttunum er fjallað um þær miklu breytingar sem fylgja því að verða móðir, kröfurnar sem mæður gera til sjálfra sín og hvernig gengur að samræma móðurhlutverk, fjölskyldulíf og vinnu.
Íslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm.
Eftir að hafa verið ítrekað hafnað af hinum ýmsu háskólum höfðu þær Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og Steiney Skúladóttir ekki hugmynd um hvað þær ættu að gera í lífinu. Hvers vegna virtust allir aðrir vera með sitt á hreinu? Hvers vegna er þessi pressa að fara í bóklegt nám frekar en iðnnám? Er listnám bara einn stór brandari? Hvort er betra að fara í nám sem maður hefur engan áhuga á eða að vera ómenntaður? Þær ákváðu að gera þáttaröð og freista þess að svara þessum spurningum.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hún lagði inn lögmannsréttindin sín til að verða formaður Bændasamtakanna. Vigdís Häsler sem talar með norðlenskum hreim er gestur í Okkar á milli.

Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fyrsta fjármáláætlun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt í morgun og hagræða á um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Rýnt er í fjármálaáætlunina í Kastljósi kvöldsins með Ásgeiri Brynjari Torfasyni ritstjóra Vísbendingar og doktor í fjármálum og Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.
Fatahönnuðurinn Arason segir flíkur sínar eiga að standast bæði tímans og tískunnar tönn í 20 ár. Hann skilgreinir vel klæddan karlmann í Kastljósi kvöldsins.
Norsk leikin þáttaröð frá 2024 um ástarsamband kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og hinnar norsku Marianne Ihlen á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Alex Wolff, Thea Sofie Loch Næss og Anna Torv. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Í þættinum er rætt um fyrirhugaðar hækkanir á veiðigjöldum og um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Gestir í fyrri hluta
Dagur B Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar
Sonja Yr Þorbergsdóttir formaður BSRB
Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknarflokksins
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisfloksins
Gestir í seinni hluta
Kristinn Jónasson bæjarstjóri i Snæfellsbæ
Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvík
Arna Lára Jónsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar

Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.