
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura hafa fundið nýtt heimili fyrir Ljós. Eysteinn kemur í heimsókn og hjálpar þeim að setja Ljós á toppinn á jólatrénu.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi Strútapabbi, dulbúinn sem jólasveinn ætlar að færa börnum sínum gjafir þegar krákur ræna öllum gjöfunum! Hann verður að bjarga gjöfunum og jólunum um leið!

Jojo er alveg að verða fimm ára. Hún er svo heppin að búa í nágrenni við ömmu sína. Saman bralla þær ýmislegt

Þær vinkonurnar Svana og Adda komast í jólaskap með því að útbúa góðgæti fyrir jólin.
Amma hennar Svönu er lasin svo þær Adda ákveða að búa til ekta ítalskt Panna cotta að hætti ömmu.

Gullfalleg teiknimynd án orða um snjókarl sem lifnar við og hrífur vin sinn með sér á vit ævintýra. Saman ferðast þeir til norðurpólsins þar sem þeir hitta fyrir sjálfan jólasveininn.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Rut fylgir Nóa til Elísu og loksins fær Selma að hitta Júlíus aftur. Upp renna gleðileg jól fyrir alla í Snæholti og Hinum heiminum.
Jólastund snjóbarnanna er ekta jólaævintýri með völdum jólasögum eftir nokkra af helstu rithöfundum Norðurlandanna. Astrid Lindgren, Tove Jansson H.C. Andersen og fleiri fara með okkur í ævingtýralegt ferðalag fyrir alla fjölskylduna og auðvitað eru íslensku jólasveinarnir með. Leikstjóri íslensku sögunnar er Gunnar Karlson. Höfundur er Jóhann Ævar Grímsson og framleiðandi er Haukur Sigurjónsson.

Íslensk teiknimynd um fuglsungann Lóa sem er enn ófleygur þegar hausta tekur og hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann verður því að lifa harðan veturinn af og kljást við grimma óvini upp á eigin spýtur. Leikstjórn: Árni Ólafur Ásgeirsson.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Velkomin í aðfangadagspartí heim til Bjartmars Guðlaugssonar þar sem aðstoðarmaður Stúfs mætir með harmonikkuna sína. Gleðileg jól.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Grýla hafði bara samband og spurði hvort það væri ekki hægt að fá almennileg föt,“ segir Kristín Sigurðardóttir, handverkskona á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Það má eiginlega segja að hún og og vinkona hennar, Ragnheiður Kristjánsdóttir, hafi undanfarin ár séð til þess að sjálfir jólasveinarnir fari ekki jólaköttinn því þær sauma buxur, vesti, brækur og skó á alla sveinana 13.

Íslensk stuttmynd frá 2024 sem dregur upp svipmyndir úr lífi og samfélagi á Vestfjörðum yfir jólahátíðina. Í forgrunni er tíminn - hvernig hann líður, hvernig hann tengir fólk saman og fegurð augnabliksins í aðdraganda jóla. Leikstjóri: Rúnar Ingi Einarsson. Framleiðsla: Norður.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Veðurfréttir.
Leikin jólamynd fyrir alla fjölskylduna. Í myndinni er sögð lítil og hjartnæm jólasaga af íslenskum krökkum í íslenskum samtíma þar sem tekið er á brýnum viðfangsefnum á borð við einelti, fordóma, mikilvægi vinskaparins og hinn eina sanna jólaanda. Handrit: Guðjón Davíð Karlsson. Leikstjórn og framleiðsla: Bragi Þór Hinriksson.
Leikin barnamynd frá 1992, gerð eftir sögu Herdísar Egilsdóttur. Myndin segir frá Rósu sem er fjögurra ára. Stuttu fyrir jól kemst hún að því að amma hennar ætlar að gefa henni nýja og glæsilega brúðu í jólagjöf og tekur í kjölfarið ákvörðun sem ásækir hana. Leikstjóri: Ari Kristinsson. Leikarar: Bergþóra Aradóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir og Sigríður Hagalín.

Talsett teiknimynd frá 2021. Litla stúlkan Jonna býr á munaðarleysingjaheimili þangað til górilla kemur og ættleiðir hana. Hún þarf smá tíma til að venjast nýju móður sinni en þegar það tekst loks koma yfirvöld og ógna nýju fjölskyldunni.
Talsett fjölskyldumynd frá 2019. Simbi er fjörugur ljónsungi sem hlakkar til að taka við af föður sínum sem konungur dýranna þegar hann verður stór. Illur föðurbróðir hans, Skari, hefur þó sín eigin áform sem ógna friðsælu ríkinu.


Helgi Skúlason les kvæðið og Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur ásamt kór Öldutúnsskóla. Upptaka frá 1986.

Fjölskyldumynd frá 2020 í leikstjórn Marcs Munden. Mary Lennox er 10 ára munaðarlaus stúlka sem býr hjá ströngum frænda sínum. Hún uppgötvar fljótt að húsið hefur ýmis leyndarmál að geyma og einn daginn finnur hún fallegan leynigarð sem á eftir að breyta öllu. Aðalhlutverk: Dixie Egerickz, Colin Firth og Richard Hansell.

Hátíðleg stund tileinkuð fjölmenningu á jólum. Tónlist flytja Gunnar Gunnarsson, Jóel Pálsson, Ásgeir Ásgeirsson og Matthildur Hafliðadóttir ásamt hljómsveitinni Möntru, Sönghópnum við Tjörnina og Barnakórnum við Tjörnina undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík, og Dagur Fannar Magnússon, prestur safnaðarins, leiða hátíðarstundina. Einnig koma fram gestir sem aðhyllast aðrar trúarhefðir og flytja kveðjur, hugleiðingar og bænarorð í anda fjölmenningar. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson. Framleiðsla: Fríkirkjan í Reykjavík.

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, leiðir helgistund í Grindavíkurkirkju. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson og einsöngvari er Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. Ása Guðjónsdóttir Skelton leikur á fiðlu. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, predikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Elínborgu Gísladóttur sóknarpresti Grindavíkurkirkju. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson og einsöngvari er Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. Ása Guðjónsdóttir Skelton leikur á fiðlu. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Kvikmynd frá 2016 byggð á samnefndri metsölubók M. L. Stedmans. Hjónin Tom og Isabel eru vitaverðir á afskekktri ástralskri eyju og þrá ekkert heitara en að eignast barn. Þegar bát rekur á land með látinn mann og grátandi barn innanborðs ákveða þau að taka að sér barnið og ala það upp sem sitt eigið, en sú ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar. Leikstjóri: Derek Cianfrance. Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Alicia Vikander og Rachel Weisz. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, leiðir helgistund í Grindavíkurkirkju. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson og einsöngvari er Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. Ása Guðjónsdóttir Skelton leikur á fiðlu. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, predikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Elínborgu Gísladóttur sóknarpresti Grindavíkurkirkju. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson og einsöngvari er Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. Ása Guðjónsdóttir Skelton leikur á fiðlu. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.