19:30
Landinn
Jólalandinn
Landinn

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.

Í jólaþætti Landans skyggnumst við inn í fortíðina og fjöllum um jólahald í heiðnum sið. Við förum í kirkjugarðinn með manni sem hefur tekið að sér að sjá um leiði fallinna hermanna og kynnum okkur hina einstöku Dúabíla, leikfangabíla sem famleiddir voru á Dýrafirði á sínum tíma. Við sláumst einnig í för með konu sem ætlar að ganga hringinn í kringum hnöttinn, fáum að vita hvernig tónverk verða til og fylgjumst með fornleifauppgreftri í Odda á Rangárvöllum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 38 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,