17:00
Fjórar konur
Yrsa Sigurðardóttir
Fjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, situr sjaldan auðum höndum. Á milli þess að kynna bækur sínar ritar hún nýjar og vinnur þess á milli hjá verkfræðifyrirtækinu Verkís. Í myndinni er rætt við hana um lífið tilveruna og fylgst með vinnu við nýjustu bókina frá ritun að útgáfu og farið með henni til Noregs þar sem hún tók þátt í ráðstefnu glæpasagnahöfunda. Rætt er við Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðanda og Pétur Má Ólafsson útgefanda og fleiri. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Er aðgengilegt til 12. febrúar 2025.
Lengd: 27 mín.
e
Dagskrárliður er textaður.