Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Kastljós heldur áfram yfirferð sinni yfir helstu málaflokka fyrir kosningar, að þessu sinni er röðin komin að málefnum innflytjenda og flóttamanna.
Við fórum hringferð um landið, heilsuðum upp á kjósendur og spurðum hvaða mál brenna helst á þeim. Við drepum niður í Norðausturkjördæmi í kvöld.
Við kynnumst líka persónulegu hliðinni á Lenyu Rún, eins af forystumönnum Pírata. Hún segir fátt hafa mótað sig meira en að tilheyra tveimur menningarheimum en hún er af kúrdískum ættum.
Ellefta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Heimildarmynd eftir Pál Kristinn Pálsson um sykursýki á Íslandi árið 2024. Sykursýki hefur verið í hvað hröðustum vexti á heimsvísu að undanförnu. Talið er að um 10% Íslendinga séu með sjúkdóminn. Fagaðilar fjalla um greiningu, meðferð og horfur fólks með sykursýki 1, sykursýki 2 og meðgöngusykursýki auk þess sem sjúklingar segja frá glímu sinni við þessar helstu gerðir sjúkdómsins.
Þýsk heimildarmynd frá 2021 um rætur. Þær eru sjaldnast sýnilegar en eru samt stærsti hluti plantna. Fjallað er um hvernig þær vernda umhverfið og geta komið að góðum notum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Þættir frá 2014 þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnaði Helgi Jóhannesson.
Nýdönsk, Dimma, Kvika og Beebee and the Bluebirds.
Fjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, situr sjaldan auðum höndum. Á milli þess að kynna bækur sínar ritar hún nýjar og vinnur þess á milli hjá verkfræðifyrirtækinu Verkís. Í myndinni er rætt við hana um lífið tilveruna og fylgst með vinnu við nýjustu bókina frá ritun að útgáfu og farið með henni til Noregs þar sem hún tók þátt í ráðstefnu glæpasagnahöfunda. Rætt er við Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðanda og Pétur Má Ólafsson útgefanda og fleiri. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kynnumst við tveimur Dýrfinnum sem koma hvor úr sínum heimshlutanum, við hittum mann sem gekk yfir landið, við skoðum vefnað sem er eins og var á landnámsöld og við hittum krakka í Skagafirði sem tóku málin í sínar hendur þegar leiktækin á skólalóðinni voru orðin léleg.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Hvað er fjársjóður? Getur fjársjóður verið allt sem manni finnst flott og verðmætt? Skapararnir og keppendurnir Anna María Sigurðardóttir og Helga Xochitl Ingólfsdóttir eiga að búa til fjársjóð á tíu mínútum.
Birta og Jean segja frá því hvernig þú getur orðið hugmyndasmiður. Hugmyndasmiður er sá sem fær hugmynd og hefur hugrekki og kraft til að láta hana verða að veruleika. Þau spjalla við íslenska hugmyndasmiði um uppfinningarnar þeirra og ræða hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir bæði nútíð og framtíð. Umsjón: Birta Steinunn Sunnu Ægisdóttir og Jean Daníel Seyo Sonde. Þættirnir eru framleiddir af KrakkaRÚV í samstarfi við verkefnið Hugmyndasmiðir, sem fræðir krakka um nýsköpun. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni hugmyndasmidir.is
Hvernig virkar hugurinn okkar? Hvar verða hugsanir og hugmyndir til? Birta og Jean spjalla við hugmyndasmiðinn Sunnu sem býr til steypu úr umhverfisvænu efni.
Ólafía og Hekla eru uppátækjasamar og forvitnar vinkonur sem stelast til að framkvæma hinar ótrúlegustu vísindalegu tilraunir í skólanum sínum, með misgóðum árangri. Leikarar: Auður Óttarsdóttir og Guðbjörg Marý Eyjólfsdóttir.
Ólafía útskýrir fyrir Heklu hvað hendurnar á henni eru ógeðslega ógeðslegar! Ekki nóg með það, heldur eru sjónvarpsfjarstýringin og síminn hennar það líka!
Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Rætt er um fátækt og sárafátækt í heiminum og á Íslandi og hvernig við getum unnið okkur upp úr henni í sameiningu. Það sem er svo frábært við heimsmarkmiðin er að þau tengjast innbyrðis svo ef við tryggjum t.d. menntun fyrir alla sem, er markmið fjögur, þá minnkar fátækt og hungur í heiminum. Við ræðum við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og færumst nær heimshetjunni.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Dagur íslenskrar tungu er á laugardaginn. Sérstakur Krakkafréttaþáttur tileinkaður íslenskunni. 🎶 Hveeer á sér fegra föðurland?🎶
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðtalsþættir þar sem rætt er við forystufólk flokka í framboði til alþingiskosninga.
Dagskrárliður er textaður með sjálfvirkri textun í beinni útsendingu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, situr fyrir svörum um störf sín og stefnumál.
Finnlandssænskir heimildarþættir um kvenlega fegurð og öldrun. Þáttastjórnandinn Eva Kela leit áhyggjur kvenna af því að eldast hornauga en nú þegar hún er sjálf komin yfir fertugt og farin að finna aldursmerki á eigin skinni áttar hún sig á því hversu sterk áhrif fegurðarstaðlar hafa á hana. Hún ræðir við konur komnar yfir fertugt sem veita innsýn inn í breytt útlit sitt og líðan.
Sannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 um leitina að raðmorðingjanum sem kallaður er kviðristan frá Yorkshire. Sögur fórnarlamba hans og vinnubrögð lögreglunnar eru í forgrunni. Yfir þúsund lögregluþjónar tóku þátt í leitinni sem stóð yfir frá 1975 til 1981 og varð rannsóknin til þess að breska lögreglan breytti verklagi sínu til frambúðar. Aðalhlutverk: Jack Deam, Kris Hitchen og Lee Ingleby. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Önnur þáttaröð þessara íslensku dramaþátta. Benedikt Ríkharðsson snýr aftur í stjórnmál eftir að hafa tekið sér leyfi frá embætti forsætisráðherra vegna geðhvarfa. Hann kemur auga á ýmis konar ranghugmyndir stjórnkerfisins um samfélagið sem honum reynist erfitt að fá breytt enda brennimerktur vegna fordóma í garð geðsjúkdóma. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir.
Lagt er fram nýtt frumvarp sem beinist að Benedikt. Svanhvít þrýstir á frumvarpið en Grímur og Steinunn reyna að vernda Benedikt. Aðgerðir hans á spennuþrungnum fundi Norðurlandaráðs í Færeyjum valda vandræðum í samskiptum, sérstaklega við Danmörku.