13:35
Kastljós
Málefni innflytjenda, kjósendur í Norðaustur-kjördæmi, Lenya Rún
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Kastljós heldur áfram yfirferð sinni yfir helstu málaflokka fyrir kosningar, að þessu sinni er röðin komin að málefnum innflytjenda og flóttamanna.

Við fórum hringferð um landið, heilsuðum upp á kjósendur og spurðum hvaða mál brenna helst á þeim. Við drepum niður í Norðausturkjördæmi í kvöld.

Við kynnumst líka persónulegu hliðinni á Lenyu Rún, eins af forystumönnum Pírata. Hún segir fátt hafa mótað sig meira en að tilheyra tveimur menningarheimum en hún er af kúrdískum ættum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,