Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er dauðuhræddur við nýja ofur-áburðinn sem sonur sinn hefur búið til, sem hann notar til þess að rækta radísur. Hann vill ekki að radísan verði of stór, því það gæti haft slæmar afleiðingar!
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Daníel Ágúst Haraldsson og Logi Geirsson.
Berglind Festival kynnir sér stöðvun staðreyndavöktunar á samfélagsmiðlum.
Soffía Björg flytur lagið Draumur að fara í bæinn.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Sumt fólk er ekki hægt að hólfa niður og það vill ekkert síður en láta skilgreina sig. Við ræðum við þetta fólk um listina og þá sérstaklega listina að líða vel í eigin skinni. Fjölbragðasveitin ADHD tekur lagið með okkar eigin Unu Torfa.
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson fagna um þessar mundir 10 ára samstarfsafmæli sem Hraðfréttamennirnir og halda upp á tímamótin með nýrri þáttaröð af Hraðfréttum. Sem fyrr láta þeir félagar sér ekkert mannlegt óviðkomandi og flest verður þeim að skemmtilegu fréttaefni.
Leikir í bikarkeppni kvenna í körfubolta.
Leikur Þórs og Hauka í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta.
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti skyggnast Erlen og Lúkas á bak við tjöldin á RÚV. Þau heimækja Hafdísi förðunarfræðing, Röggu búningahönnuð, Úlfhildi hljóðkonu og spjalla við Boga fréttamann. Yngvar og Birta taka á móti keppendum í Málinu og í fyrsta þætti af Rammvillt í Reykjavík lenda Arnór og Kristín í vandræðum þegar þau hitta dularfulla stelpu sem er að njósna um sögukennarann sinn, sem hún heldur að sé galdrakarl.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir í hljómsveitinni æfa lagið Barfly með hljómsveitinni Jeff Who? Auk þess kynnumst við nokkrum af frægustu rokkhljómsveitum tónlistarsögunnar. Hljómsveitarmeðlimir: Elísabet Hauksdóttir, Hjörleifur Daði Oddsson, Onni Máni Sigurðsson og Þorgerður K. Hermundardóttir. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Í þessum þáttum rýnir Ari inn í heim leikhússins og fylgist með uppsetningu á sýningunni Fíasól sem hefur farið vel af stað í Borgarleikhúsinu. Lifandi þættir fyrir alla fjölskylduna! Komiði með og sjáið hvernig söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp verður til.
Í þessum þætti fylgjumst við með prufu ferlinu og æfingum heima hjá Tótu leikstjóra.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Rekstur okkar gengur út á að selja sleða- og trukkaferðir á veturna. Við förum á hverju hausti að leita að íshellum og vissum af þessum stað. Hér hefur verið lón í mörg ár og þegar við komum í haust sáum við að vatnið var farið. Þess vegna vorum við vongóðir um að finna íshella í jöklinum. Tilfinningin var eins og að vinna í lottóinu. Þú sérð þetta hvergi annars staðar," segir Stefán Haukur Guðjónsson rekstrarstjóri Amazingtours. Íshellirinn er í austanverðum Langjökli. Gunnar Guðjónsson, rekstrarstjóri Sleipnir Tours er með rúmlega 20 ára reynslu í ferðamennsku á jöklinum. „Við fundum nokkur lítil göt þegar við vorum að leita og ákváðum að skella okkur niður. Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma séð." Fyrirtækin tvö hafa lagt í vinnu og kostnað við að laga aðgengi að hellinum en óvíst er hve lengi hægt er að bjóða uppá skoðunarferðir.
Sannsöguleg kvikmynd frá 2013 í leikstjórn Davids Frankel. Paul Potts er feiminn afgreiðslumaður sem alla tíð hefur dreymt um að verða óperusöngvari. Árið 2007 kemur hann öllum á óvart þegar hann tekur þátt í Britain‘s Got Talent. Aðalhlutverk: James Corden, Alexandra Roach og Julie Walters.
Dönsk spennumynd frá 2019 í leikstjórn Ulaa Salim. Í kjölfar stórrar sprengjuárásar í Kaupmannahöfn finna innflytjendur fyrir auknum fordómum og hægri öfgaflokkur mælist ofarlega í könnunum. Hinum 19 ára Zakaria líst ekki á blikuna og einsetur sér að gera eitthvað í málunum. Aðalhlutverk: Zaki Youssef, Mohammed Ismail Mohammed og Rasmus Bjerg. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.