
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að horfa á tunglið með börnunum sínum þegar eitt barnanna ákveður að heimsækja sjálft tunglið. Eddi gerir allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að það takist.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Fimmta þáttaröð um hrútinn Hrein. Hreinn leiðir hinar kindurnar í alls kyns vandræði og raskar ró friðsæls dals með uppátækjasemi sinni.

Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Teiknimyndaþættir um moldríku öndina Jóakim aðalönd, seinheppna frænda hans, Andrés önd, og félaga þeirra í Andabæ.

Krakkarnir bjarga Lofti úr svartholi en það kemur eitthvað skrítið til baka. Er þetta kannski ekki Loft?
Krakkarnir keppa í Sunnudegi og sigurvegararnir fá að heimsækja Loft. En heimsóknin tekur óvænta stefnu þegar Loft byrjar að hegða sér undarlega — og stelur minningum frá Oddi. Áróra grípur inn í og kemst að því að þetta er alls ekki hið sanna Loft!
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Jakob van Oosterhout, Guðjón Smári Smárason og Jóna Margrét Guðmundsdóttir.

Sænskir þættir um matarsóun og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Þáttastjórnendurnir Anna Lundberg og Paul Svensson kynna áhorfendur fyrir óvæntum uppskriftum að dýrindis réttum sem búnir eru til úr hráefni sem annars hefði verið hent.

Sænskir þættir frá 2023. Sagnfræðingurinn Martin Rörby og fréttakonan Anita Färingö skoða áhugaverðar byggingar víðs vegar um Svíþjóð.
Eva María Jónsdóttir og Pétur Blöndal fara í rannsóknarleiðangur og draga fram þræði ljóðsins í íslensku samfélagi. Hafa ljóð þýðingu í tilverunni og geta þau breytt lífi fólks? Þau skoða þætti sem ná yfir allt frá leikskólum til elliheimila, vöggu til grafar, ást til haturs, tónlist til myndlistar, göldrum til vísinda, rímum til rapps og landnámi til þessa dags. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson.
Á meðal þess sem við skoðum í þættum eru kvæðasöngur í réttum, heimur Völuspár með Jóni Gnarr og skáldskapur Högna Egils úr Davíðshúsi.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld heyrum við sögu af Völvuleiði á Austurlandi. Við setjum niður hvítlauk, við kynnumst mikilli samgöngubót fyrir hreyfihamlaða og við brögðum á brauðtertu.

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í þessum þætti er skoðað glas sem sagt er að hafi verið gert í tilefni af heimsókn Friðriks Danakonungs til Íslands árið 1907 og rifjuð upp sagan af heimsókn konungsins sem er að mörgu leyti merkileg. Árið áður fóru íslenskir alþingismenn í fyrstu opinberu heimsóknina til Danmerkur sem markaði að einhverju leyti upphafið að fullveldisbaráttu Íslendinga.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og pistlaskrifari, er gestur í Kilju að þessu sinni. Hún segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Allt sem við hefðum getað orðið. Nýstirni í íslenskum bókmenntum hittum við norður á Hjalteyri, það er Nína Ólafsdóttir, sem hefur fengið feikilega góða dóma fyrir fyrstu skáldsögu sína, Þú sem ert á jörðu. Andri Snær Magnason kemur í þáttinn og segir frá stuttri skáldsögu eftir sig sem nefnist Jötunsteinn - og fjallar um arkitektúr meðal annars. Jón Óskar Sólnes bjó árum saman í Washington og segir frá lífinu þar í samnefndri bók. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Láka-rímur eftir Bjarka Karlsson, Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason og Hvalbak eftir Maó Alheimsdóttur.

Beinar útsendingar frá landsleikjum í handbolta.
Æfingalandsleikur Þýskalands og Íslands í handbolta. Leikurinn er liður í undirbúningi karlalandsliðsins fyrir EM í handbolta 2026.


Krakkarnir bjarga Lofti úr svartholi en það kemur eitthvað skrítið til baka. Er þetta kannski ekki Loft?
Krakkarnir keppa í Sunnudegi og sigurvegararnir fá að heimsækja Loft. En heimsóknin tekur óvænta stefnu þegar Loft byrjar að hegða sér undarlega — og stelur minningum frá Oddi. Áróra grípur inn í og kemst að því að þetta er alls ekki hið sanna Loft!

Þorri og Þura eru álfar og heimsins bestu vinir. Einn daginn eiga þau von á Eysteini vini sínum en svo bólar ekkert á honum. Þorri og Þura leggja þá af stað í leit að vini sínum.
Þorri og Þura eru álfar og heimsins bestu vinir. Einn daginn finna þau dularfulla plöntu í garðinum hans afa sem Eysteinn álfastrákur vinur þeirra segir að sé Álfaþeykir. Eysteinn ákveður að koma til þeirra og skoða álfaþeykinn en svo bólar ekkert á honum!
Ætli Eysteini hafi verið rænt af trölli?
Þáttaröð í sex hlutum þar sem Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir kryfja til mergjar geðheilsu og greiningu á andlegri vanheilsu ungs fólks, en kvíði og aðrir andlegir kvillar eru sívaxandi vandamál. Í þáttunum er fjallað um nokkra tiltekna kvilla, meðferð og mögulegar úrlausnir, algengar mýtur og rætt við fólk sem greinst hefur með geðröskun, aðstandendur og fagfólk. Þættirnir eru sjálfstætt framhald Edduverðlaunaþáttaraðarinnar Framapots. Leikstjóri: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleitt af Sagafilm.
Hver er munurinn á rétthugmyndum og ranghugmyndum? Þrír af hverjum hundrað einstaklingum fara í geðrof um ævina. Geðrofssjúkdómar eru flóknir og fjölbreyttir en undir þá skilgreiningu falla til dæmis geðklofi og geðhvörf. Stelpurnar ræða við fjóra einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa farið í geðrof, sérfræðinga og kíkja svo í innlit/útlit á Kleppi.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Barnabarn Felix og Klöru fær bílinn þeirra lánaðan á meðan hjónin fara með rútu í kórferðalag á Sólheima í Grímsnesi. Felix hefur svo miklar áhyggjur af bílnum að hann er andlega fjarverandi alla ferðina.

Danskt fjölskyldudrama frá 2025. Líkamsleifar ungbarns finnast á háalofti í íbúðarhúsi í Kaupmannahöfn. Martha, 87 ára, játar á sig glæpinn og fleiri löngu grafin fjölskylduleyndarmál koma upp á yfirborðið. Aðalhlutverk: Ulla Henningsen, Anette Støvelbæk, Alice Bier og Rikke Eberhardt Isen.

Spennumynd frá 1973 um hjón sem eru í sárum eftir sviplegt dauðsfall ungrar dóttur þeirra. Þau ferðast til Feneyja og hitta þar fyrir tvær systur sem segjast vera í sambandi við dóttur þeirra að handan. Leikstjórn: Nicolas Roeg. Aðalhlutverk: Julie Christie, Donald Sutherland og Hilary Mason. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
While Felix and Klara take a bus trip to the countryside with Felix’s men’s choir, their grandson borrows their car. Felix becomes so consumed with worry about the vehicle that he’s unable to enjoy the trip.