
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Ásta og Ronja æfa jafnvægi og samvinnu í þessum jógaþætti.
Umsjón: Ásta Lilja Víðisdóttir og Ronja Eyglóar-Konráðsdóttir.
Bandarísk fjölskyldumynd frá 2016 um stúlkuna Monicu sem á í einstöku sambandi við hestinn sinn. Hann er ólíkur öðrum hestum að því leyti að hann getur talað við hana og saman hjálpast þau að við að láta drauma sína rætast. Leikstjóri: John Rogers. Aðalhlutverk: Sarah Lieving, Aaron Johnson Araza og Jesse Bell.
Heimildarmynd um Ídu Jónasdóttur Herman sem fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni og flutti vestur um haf undir lok seinni heimsstyrjaldar. Þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum í meira en 70 ár skilgreinir Ída sig alltaf fyrst og fremst sem Íslending. Nú er hún komin á tíræðisaldur og hefur ákveðið að láta æskudraum sinn um að svífa um loftin blá rætast. Umsjón: Alma Ómarsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir. Dagskrárgerð: Birgir Þór Birgisson.
Heimildarmynd um Hafstein Hauksson, fyrsta Íslandsmeistarann í ralli. Eftir að hafa sýnt hraða sinn í keppni á íslenskum rallvegum hóf hann að keppa erlendis með það eitt að markmiði að verða fyrsti íslenski heimsmeistarinn í rallakstri. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Heimildarmynd um Echan Deravy sem gengur berfættur þvert yfir Ísland og aftur tilbaka í þeim tilgangi að sýna fólki fram á mikilvægi jarðtengingar. Við kynnumst lífi hans í Japan og fylgjum honum frá Þingvöllum norður Kjöl til Skagafjarðar. Þaðan fylgjum við honum suður Sprengisand og Fjallabaksleið til Víkur í Mýrdal. Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson. Handrit: Steingrímur Jón Þórðarson og Gunnar Sigurðsson.
Upptaka frá tónleikum Ásgeirs Trausta í Eldborg 27. ágúst til að fagna því að tíu ár voru frá því að platan Dýrð í dauðaþögn kom út og sló öll sölumet. Ásgeir Trausti flytur plötuna í heild sinni, í bland við frumflutning á nýjum lögum, með fulltingi stórhljómsveitar.

Fylgstu með hugrökkum krökkum breytast í smáspæjara og takast á við fjölbreytt verkefni og ráðgátur í Krimmaborg. Með hjálp frá Spæjara X og Ninjo elta þau útsmogna skúrka og læra að vinna saman á skemmtilegan og spennandi hátt. Serían er með íslenskum texta.
Sænskir þættir sem fjalla um ævintýri sem eiga sér stað í sumarbúðum í Svíþjóð. Þar eru foringjarnir ekki alveg eins og fólk er flest og forvitin börn lenda í fjörugum aðstæðum, sem innihalda meðal annars boga, brjálaða geitunga og bjarnargildrur!

Upptaka frá 30 ára afmælistónleikum útvarpsþáttarins Rokklands á Rás 2 sem haldnir voru í Hofi á Akureyri í nóvember 2025. Á tónleikunum flytja SinfoniaNord og hljómsveitin Todmobile vinsælustu lög Rokklands ásamt úrvali söngvara.
Breskir sakamálaþættir um rannsóknarlögreglumanninn Roy Grace sem er þekktur fyrir að nota óhefðbundnar aðferðir í starfi. Aðalhlutverk: John Simm, Richie Campbell, Laura Elphinstone og Brad Morrison. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Rómantísk kvikmynd frá 2016 um læknanemann Gabby sem flytur í nýjan bæ og kynnist nágranna sínum, dýralækninum Travis. Þau falla fyrir hvort öðru þrátt fyrir að Gabby eigi kærasta. Þegar hann mætir á svæðið til að biðja hennar flækjast málin. Leikstjóri: Ross Katz. Aðalhlutverk: Benjamin Walker, Teresa Palmer og Alexandra Daddario.