Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Dularfullt andlát íslensk-bandarísku dragdrottningarinnar Heklínu hefur vakið heimsathygli. Hún lést fyrir tveimur árum og vinir hennar og aðdáendur víða um heim vilja fá svör við spurningunni um hvað kom fyrir hana. Fréttaskýringaþátturinn Þetta helst á Rás 1 hefur fjallað ítarlega um andlát Heklínu. Rætt er við Þóru Tómasdóttur fréttamann í þættinum.
Öll gögn sýna að við stefnum að útrýmingu heimsins segir Thomas Halliday. Þeir sem haldi öðru fram þekki annað hvort ekki gögnin eða eru að ljúga. Thomas var einn ræðumanna á Umhverfisþingi í Hörpu í dag.
Íshokkí veitir börnum nauðsynlega útrás og styrkir sjálfsmynd þeirra, segir íshokkídrottningin Sarah Smiley sem er einn farsælasti þjálfari Skautafélags Akureyrar. Guðrún Sóley heimsótti Söruh á dögunum.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Við ætlum að tala um menningarstríðið svonefnda, sem hefur blossað rækilega upp í kjölfar morðsins á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk fyrir helgi, auk þess sem fjölmenn mótmæli gegn flóttafólki voru í Bretlandi um helgina. Við freistum þess að henda reiður á stöðu mála með þeim Ingvari Smára Birgissyni lögmanni, Maríu Rut Kristinsdóttur alþingismanni, Kolbeini Stefánsyni, dósent í félagsráðgjöf, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, framkvæmdastjóra Courage International og fyrrverandi þingmanni Pírata.
Sænskir matreiðsluþættir frá 2023. Grínistinn David Batra og fréttakonan Malin Mendel ætla að opna veitingastað á Indlandi. Þau ákveða hvað verður á matseðlinum með því að prófa sig áfram í að elda klassíska indverska rétti og gamlar fjölskylduuppskriftir.

Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Loftslagsmál voru í brennidepli á umhverfisþingi, sem haldið var í gær og í dag - á degi íslenskrar náttúru. Loftslagsmál voru fyrirferðarmikil í umræðunni þegar Parísarsamkomulagið var undirritað en síðan þá hafa þau fallið í skuggann á öðrum málum, svo sem heimsfaraldri, stríðum og tilheyrandi efnahagsáhrifum. Þá hafa verkefni sem ganga út á að binda kolefni mætt tortryggni hjá almenningi. Snjólaug Árnadóttir, dósent í lögfræði og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar við Háskólann í Reykjavík, og Andri Snær Magnason, rithöfundur, ræddu loftslagsþreytu og varnir gegn henni.
Minningargreinar eru líklega persónulegustu greinar sem birtast á prenti. En hvað er það við minningagreinar sem er svona heillandi og af hverju skipta þær máli? Við hittum konu sem skrifaði minningagrein með systrum sínum sem hún hitti í fyrsta skipti sama dag og faðir þeirra lést.
Nýir íslenskir heimildarþættir um uppgang hatursorðræðu á Íslandi og bakslagið sem orðið hefur í baráttu ýmissa minnihlutahópa á síðustu misserum. Leitast er við að svara spurningunni um hvernig bakslagið fór af stað, hvaðan hatrið stafar og hvaða leið er út úr þessari stöðu. Rætt er við sérfræðinga, stjórnmálafólk og þau sem hafa orðið fyrir barðinu á hatursorðræðu auk þess sem ljósi er varpað á aukið aðgengi ungs fólks að hatri í gegnum samfélagsmiðla. Umsjón: Ingileif Friðriksdóttir. Leikstjórn: Hrafn Jónsson. Framleiðsla: Ketchup Creative.
Breskir sakamálaþættir byggðir á sönnum atburðum. Árið 1973 voru þrjár unglingsstúlkur myrtar í bænum Port Talbot í Wales en lögreglunni tókst ekki að finna morðingjann. Þrjátíu árum síðar koma fram nýjar vísbendingar og rannsóknarlögreglumaðurinn Paul Bethell er staðráðinn í að leysa málið. Aðalhlutverk: Philip Glenister og Steffan Rhodri. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2022 um írska leikarann Richard Harris sem lést árið 2002. Í myndinni fáum við innsýn í hvaða mann Richard hafði að geyma frá sjónarhorni þriggja sona hans, leikaranna Jareds og Jamies Harris og leikstjórans Damians Harris. Leikstjórn: Adrian Sibley.

Fjórða þáttaröð þessara þýsku glæpaþátta um lögreglumanninn Gereon Rath frá Köln sem rannsakar undirheima Berlínarborgar á fjórða áratug síðustu aldar. Kreppan mikla er skollin á og nasistar á leið til valda. Aðalhlutverk: Volker Bruch, Liv Lisa Fries og Lars Eidinger. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.