Orð af orði

Þáttur 27 af 150

Þau eru kölluð vesturfarar, fólkið sem þúsundum saman tók sig upp og lagði í langferð vestur um haf til Ameríku frá Íslandi, á um það bil fjörutíu ára tímabili, frá síðari hluta nítjándu aldar og framundir upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar. Íslendingar voru ekki þeir einu sem lögðu land undir fót því milljónir Evrópubúa sigldu yfir hafið í leit betra lífi í stórfelldum þjóðflutningum. Rætt var við Kristínu Margréti Jóhannsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri. Kristín hefur rannsakað vesturíslensku og málumhverfi hennar. Hún hefur sérstakan áhuga á viðhorfum Vesturíslendinga til íslensku og hefur skoðað hvernig talað var um íslenska tungu.

Frumflutt

4. des. 2022

Aðgengilegt til

11. ágúst 2026
Orð af orði

Orð af orði

Þáttur um íslensku og önnur mál.

Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir

Þættir

,