Ljóðabókin syngur II

Þáttur 6 af 6

Í þættinum er fjallað um bókina „Ljóð“ eftir Stein Steinarr sem út kom árið 1937. Í henni eru mörg af frægustu ljóðum Steins, eins og „Kvæði um Krist“, „Vor“ og „Barn“, en við síðastnefnda ljóðið samdi Ragnar Bjarnason vinsælt lag. Lögin í þættinum eru fjölbreytt, enda hafa margir samið lög við ljóð eftir Stein Steinarr. Meðal höfunda nefna Bergþóru Árnadóttur, Áskel Másson, Magnús Á. Árnason og Maríu Brynjólfsdóttur. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Leifur Hauksson.

Þátturinn var fyrst á dagskrá 19. september 2019

Frumflutt

19. sept. 2019

Aðgengilegt til

20. nóv. 2025
Ljóðabókin syngur II

Ljóðabókin syngur II

Þættir

,