Reiknað er með að Læknafélag Íslands skrifi upp á kjarasamning við ríkið í húsi Ríkissáttasemjara í kvöld. Hægt þokast í deilu kennara, ríkis og sveitarfélaga.
Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi Lífeyrissjóð verslunarmanna brjóta á yngri sjóðfélögum með breyttum útreikningi á lífeyrisréttindum. Breytingin tekur mið af því að unga fólkið nær líklegra hærri aldri en þau sem eldri eru.
Búist er við hitafundi í Þorlákshöfn í kvöld, þar sem Heidelberg Materials hefur boðað til íbúafundar um fyrirhugaða og umdeilda grjótmölunarverksmiðju.
Bæjaryfirvöld í Vestmanneyjum hafa ákveðið kaup á nýrri vatnslögn, sem lögð verður við hlið þeirrar sem skemmdist, og gegna á hlutverki almannavarna.
Sex sinnum hefur verið ekið á gangandi vegfarendur í nóvember, þar af tvisvar með mjög alvarlegum afleiðingum. Lögregla segir mikilvægt að vegfarendur séu vel merktir en ábyrgðin liggi ekki síst hjá ökumönnum.
Nokkur stærstu mannúðar-og mannréttindasamtök landsins segja dæmi um að stjórnmálaflokkar tali gegn mannréttindum hér á landi í kosningabaráttunni.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir