Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 7. september 2024

Fatlaður maður í hjólastól sem býr á sambýli á vegum Reykjavíkurborgar hefur í tvígang slasast eftir fall. Borgin hefur vísað málinu til lögreglu.

Foreldrar ríflega sextíu barna í fyrsta bekk grunnskóla í Mosfellsbæ hafa óskað eftir aðstoð bæjaryfirvalda vegna eins foreldris sem hefur truflað eðlilegt skólastarf.

Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir hnífaárás á Menningarnótt, var minnst í Lindakirkju í dag. Sóknarpresturinn segir mikilvægt grípa börn sem líður illa og beina þeim á rétta braut.

Forstjórar leyniþjónustu Bandaríkjanna og Bretlands komu saman á ráðstefnu í fyrsta sinn í dag. Rússlandsforseti var í máli þeirra meðal annars sagður eineltisseggur.

Fylkir og Keflavík eru fallin úr Bestu deild kvenna í fótbolta.

Frumflutt

7. sept. 2024

Aðgengilegt til

7. sept. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,