Kvöldfréttir

Kona fjármálaráðherra, land rís enn, bíræfinn gámaþjófur

Ríkisstjórn Keirs Starmers, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, var kynnt í dag eftir sigur í þingkosningunum í gær. Rachel Reeves er fjármálaráðherra, fyrst kvenna í Bretlandi.

Landris heldur áfram í Svartsengi. Veðurstofan telur magn kviku sem hefur streymt þangað frá því um miðjan janúar, nokkuð stöðugt.

Bíræfinn þjófur blekkti flutningafyrirtæki til flytja gám fullan af verðmætum á afvikinn stað. Lögreglan segir þetta eitt stærsta þjófnaðarmál þessa árs.

Hæstiréttur hefur samþykkt taka fyrir Brúneggjamálið. Bæði Brúnegg og MAST áfrýjuðu niðurstöðu Landsréttar vegna Kastljóssumfjöllunar.

Lítið er í lónum Landsvirkjunar og vatnsstaða með allra lægsta móti og óvíst lónin fyllist fyrir veturinn. Fulltrúi Landsvirkjunar segir vonast til jökulbráð hefjist fljótlega og rigni hraustlega í haust.

Frumflutt

5. júlí 2024

Aðgengilegt til

5. júlí 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,