
Jæja
Nú þarf að gera eitthvað. Tröllvaxnar áskoranir blasa við þjóðum heims í umhverfismálum. Klukkan tifar. Loftslagsváin herjar á mannkyn og álagið á náttúruna er komið langt yfir þolmörk. Í þessum þáttum er vandinn skoðaður frá mörgum sjónarhornum: Nokkur grundvallarhugtök umhverfismálanna eru tekin fyrir, sögur sagðar af uppruna þeirra, kafað í gögn og talað við fólk sem lifir og hrærist í umhverfismálum í alls konar geirum samfélagsins. Og síðast en ekki síst: Rýnt í lausnirnar.
Umsjón: Guðmundur Steingrímsson.