Í þættinum er upphafið rakið þegar fyrstu Balkanmennirnir komu í íslensku deildina árið 1989 og þegar þeim byrjar að fjölga ári síðar. Af hverju komu þessir menn til Íslands? Rætt er við Luka Lúkas Kostic, Goran Kristófer Micic, Salih Heimi Porca, Izudin Daða Dervic og Rúnar Kristinsson.