Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst eftir örfáa daga. Af því tilefni verður Íþróttavarpið á fullri ferð í janúar bæði á Rás 2 og í lengri útgáfu á hlaðvarpsveitum. Gestur þessa þáttar er landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Aron ræðir upphaf síns landsliðsferils, vonir og væntingar með landsliðinu á HM í janúar, væntanlega heimkomu í FH og ýmislegt fleira.