Íþróttavarp RÚV

Ragnheiður Júlíusdóttir

Gestur Íþróttavarpsins í dag er ein besta handboltakona landsins, sem þó hefur ekki spilað handboltaleik síðan í lok janúar í fyrra. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið stórskytta í liði Fram undanfarinn áratug og algjör lykil kona í sigursælu liði Fram. Þá hefur hún einnig verið hluti af íslenska landsliðinu og átti meðal annars sinn besta landsleik á Ásvöllum í október 2021 gegn Serbíu þegar hún endaði markahæst með sjö mörk í sigri sem kom Íslandi í góða stöðu í undankeppni EM. Í lok janúar í fyrra var Ragnheiður lang markahæst í liði Fram það sem af var Íslandsmótinu, en þá dundi ógæfan yfir og hún hefur ekki spilað handbolta síðan 29. janúar 2022. Ragnheiður Júlíusdóttir er gestur Íþróttavarpsins þessu sinni.

Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson

Frumflutt

1. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Íþróttavarp RÚV

Íþróttavarp RÚV

Hlaðvarpsþættir um íþróttir.

Þættir

,