Hljóðvegur 1

Hvernig var helgin?, hjólreiðamenning, gúrkan og Ólympíusögur.

Í kvöld hefst hér á Rás 2 átta þátta útvarps og hlaðvarpsþáttaröð er kallast Ólympíusögur og verða þar átta ólíkar en afar áhugaverðar og forvitnilegar sögur sem tengjast Sumarólympíuleikum fyrri ára - í forgrunni. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður er umsjónarmaður þáttanna og hann sagði okkur frá hvað við eigum í vændum.

Hjólreiðakeppnin Tour de France hófst í Flórens á Ítalíu 29.júní og mun enda í Nice í Frakklandi næstkomandi sunnudag. Hjalti Hjartarson sem situr í stjórn Hjólreiðasambands Íslands leiddi okkur í allan sannleikann um þessa vinsælu keppni.

Einn af föstum liðum hjá okkur á Hljóðvegi 1 í sumar er Hvernig var helgin? Síðasta mánudag heyrðum við einmitt í knattspyrnumanninum Viktori Jónssyni sem var þá nýbúinn skora fjögur mörk í einum og sama leiknum og skemmta sér í kjölfarið á Írskum dögum á Akranesi - núna hringdum við í tónlistarkonuna Ásdísi Maríu Viðarsdóttur sem stödd var í rússíbanaröð í Þýskalandi.

Kristrún Jóhannesdóttir lærði söngleikjalist í New York en er komin til Íslands ásamt sönghópnum Fused. Þau ætla halda tónleika á Græna hattinum næstkomandi fimmtudag en fyrst kíkti Kristrún til okkar í heimsókn og sagði okkur við hverju búast.

Það er auðvitað hásumar og þá kemur upp hin annálaða fréttaþurrð og doðatíð yfir landann, eða hvað? Við verðum með dagskrárliðinn Gúrkuna í júlí og fengum við Pétur Magnússon af fréttastofunni til okkar þar sem hann sagði okkur hvað væri helst títt úr gúrkunni.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-07-17

Una Torfadóttir - Í löngu máli.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Töfrar.

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Himinn Og Jörð.

Combs, Luke - Fast Car.

NÝDÖNSK - Horfðu Til Himins.

DAÐI FREYR & ÁSDÍS - Feel the love.

ÁSDÍS - Angel Eyes.

Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.

BLACK EYED PEAS - Let's Get Started.

ÞURSAFLOKKURINN - Pínulítill Karl.

Eminem - Houdini.

Björn Jörundur Friðbjörnsson, Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til kveikja í sér.

Frumflutt

15. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.

Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.

Þættir

,