Á tónsviðinu

Dimmalimm og Muggur

Á þessu ári er liðin öld frá andláti listamannsins Guðmundar Thorsteinssonar sem einnig nefndist Muggur. Í tilefni af því verður þátturinn “Á tónsviðinu” fim. 5. september, helgaður tónlist við hið alþekkta ævintýri Muggs “Dimmalimm”. Muggur samdi og myndskreytti ævintýrið árið 1921 handa lítilli frænku sinni, Helgu Egilsson, sem kölluð var Dimmalimm. Í sögu Muggs er Dimmalimm lítil kóngsdóttir sem fer út úr hallargarðinum og hittir svan. Milli hennar og svansins tekst innileg vinátta. Árið 1954 var sýndur í Þjóðleikhúsinu ballett byggður á sögunni um Dimmalimm við tónlist eftir Karl O. Runólfsson. Um svipað leyti samdi Skúli Halldórsson einnig tónlist við ”Dimmalimm”. Árið 1970 skrifaði hin upprunalega Dimmalimm, Helga Egilsson, leikrit upp úr sögu frænda síns og var það sýnt í Þjóðleikhúsinu. Atli Heimir Sveinsson samdi tónlist við leikritið og hafa sum tónlistaratriði Atla úr leikritinu orðið þekkt, einkum Intermezzó nr.2 úr ”Dimmalimm” sem oft er leikið eitt og sér. Loks skal þess getið árið 2019 flutti Kómedíuleikhúsið brúðuleiksýningu byggða á Dimmalimm og samdi Björn Thoroddsen tónlist fyrir hana. Umsjón með þættinum ”Á tónsviðinu” hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesarar eru Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Guðjónsson og Melkorka Ólafsdóttir.

Frumflutt

5. sept. 2024

Aðgengilegt til

7. des. 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,